Arabar reiðir vegna nýrra þjóðríkislaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi. Löggjöfin kveður á um að Gyðingar hafi sjálfsákvörðunarrétt í landinu og eykur vægi hebresku á kostnað arabísku. Til þessa hafa hebreska og arabíska verið á sama stalli sem opinber tungumál en nú verður arabíska eiginlegt annað tungumál ríkisins. Þingmenn af arabískum uppruna brugðust illa við samþykkt frumvarpsins og samkvæmt BBC veifaði einn þeirra svörtum fána á meðan aðrir rifu eintök sín í tætlur. Um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara er fyrst og fremst arabískumælandi og af arabískum uppruna. Þar á meðal eru fjölmargir Palestínumenn. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra fagnaði samþykktinni og sagði um sögulega stund að ræða. „Ísrael er þjóðríki Gyðinga, og virðir réttindi allra ríkisborgara,“ sagði ráðherrann til að mynda. Saeb Erekat, formaður samninganefndar Palestínumanna, fordæmdi hins vegar löggjöfina. „Þessi fordómafullu lög munu grafa undan réttindum okkar.“ Í umfjöllun BBC um málið kom fram að hluti ísraelskra stjórnmálamanna hefði áhyggjur af því að hætta væri á að sú hugsjón að Ísrael sé ríki Gyðinga dæi út. Áhyggjur af hárri fæðingartíðni ísraelskra Araba og fjölmörgu öðru hefðu því orðið til þess að þessi umdeilda löggjöf var samþykkt. Netanjahú hefur ítrekað farið fram á að Palestínumenn viðurkenni Ísrael sem ríki Gyðinga í hverjum þeim friðarsamningi sem kann að vera gerður. Því hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætíð hafnað. –þea Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi. Löggjöfin kveður á um að Gyðingar hafi sjálfsákvörðunarrétt í landinu og eykur vægi hebresku á kostnað arabísku. Til þessa hafa hebreska og arabíska verið á sama stalli sem opinber tungumál en nú verður arabíska eiginlegt annað tungumál ríkisins. Þingmenn af arabískum uppruna brugðust illa við samþykkt frumvarpsins og samkvæmt BBC veifaði einn þeirra svörtum fána á meðan aðrir rifu eintök sín í tætlur. Um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara er fyrst og fremst arabískumælandi og af arabískum uppruna. Þar á meðal eru fjölmargir Palestínumenn. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra fagnaði samþykktinni og sagði um sögulega stund að ræða. „Ísrael er þjóðríki Gyðinga, og virðir réttindi allra ríkisborgara,“ sagði ráðherrann til að mynda. Saeb Erekat, formaður samninganefndar Palestínumanna, fordæmdi hins vegar löggjöfina. „Þessi fordómafullu lög munu grafa undan réttindum okkar.“ Í umfjöllun BBC um málið kom fram að hluti ísraelskra stjórnmálamanna hefði áhyggjur af því að hætta væri á að sú hugsjón að Ísrael sé ríki Gyðinga dæi út. Áhyggjur af hárri fæðingartíðni ísraelskra Araba og fjölmörgu öðru hefðu því orðið til þess að þessi umdeilda löggjöf var samþykkt. Netanjahú hefur ítrekað farið fram á að Palestínumenn viðurkenni Ísrael sem ríki Gyðinga í hverjum þeim friðarsamningi sem kann að vera gerður. Því hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætíð hafnað. –þea
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira