Öldungur fær arftaka eftir 110 ára þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júlí 2018 07:15 Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, við gömlu brúna yfir Jöklu. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00