26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 11:50 Grísk kona slekkur í glóðum. Vísir/AP Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu, höfuðborg landsins. Meðal hinna látnu eru 26 fullorðnir og börn sem fundust í faðmlögum nokkrum metrum frá sjónum þar sem þau höfðu króast af vegna eldsins. Þá hafa fjölmörg símtöl borist til neyðarlínunnar vegna fólks sem er saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka. Hundruð slökkviliðsmanna vinna allan sólarhringinn við slökkvistörf og fregnir hafa borist af fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín nærri höfuðborginni, Aþenu. Flestir hinna látnu voru í bænum Mati, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Lík fólksins fundust í bílum og á heimilum þeirra. Alls hafa rúmlegar 100 manns særst, þar af 11 lífshættulega, en í hópi hinna særðu eru 16 börn.Nikos Economopoulos, yfirmaður Rauða krossins í Grikklandi, segir að hinir 26 sem fundust á ströndinni hafi reynt að komast undan en ekki tekist það. Uppfært: Í ljós hefur komið að þau fundust á klettasyllu yfir sjónum en ekki á ströndinni. „Þegar þau sáu endann koma féllust þau í faðma,“ sagði Economopoulos. Yfirvöld Grikklands hafa biðlað til annarra Evrópuríkja um hjálp. Þá hefur sérstaklega verið beðið um fleiri þyrlur og slökkviliðsmenn. Þá hafa Bandaríkin verið beðin um að lána Grikkjum eftirlitsdróna. Embættismenn hafa gefið í skyn að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi af glæpamönnum sem hafi ætlað sér að fara ránshendi um yfirgefin heimili. Fimmtán eldar eru sagðir hafa kviknað á þremur svæðum, á sama tíma. Því vilja þeir fá dróna til að leita uppi „grunnsamlegt athæfi“.VIDEO: Aftermath of the deadly wildfire that ripped through the Greek seaside resort of #Mati, 40 kilometres (25 miles) northeast of the capital Athens #AthensFires pic.twitter.com/bH5iOUqefg— AFP news agency (@AFP) July 24, 2018 Grikkland Tengdar fréttir Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu, höfuðborg landsins. Meðal hinna látnu eru 26 fullorðnir og börn sem fundust í faðmlögum nokkrum metrum frá sjónum þar sem þau höfðu króast af vegna eldsins. Þá hafa fjölmörg símtöl borist til neyðarlínunnar vegna fólks sem er saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka. Hundruð slökkviliðsmanna vinna allan sólarhringinn við slökkvistörf og fregnir hafa borist af fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín nærri höfuðborginni, Aþenu. Flestir hinna látnu voru í bænum Mati, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Lík fólksins fundust í bílum og á heimilum þeirra. Alls hafa rúmlegar 100 manns særst, þar af 11 lífshættulega, en í hópi hinna særðu eru 16 börn.Nikos Economopoulos, yfirmaður Rauða krossins í Grikklandi, segir að hinir 26 sem fundust á ströndinni hafi reynt að komast undan en ekki tekist það. Uppfært: Í ljós hefur komið að þau fundust á klettasyllu yfir sjónum en ekki á ströndinni. „Þegar þau sáu endann koma féllust þau í faðma,“ sagði Economopoulos. Yfirvöld Grikklands hafa biðlað til annarra Evrópuríkja um hjálp. Þá hefur sérstaklega verið beðið um fleiri þyrlur og slökkviliðsmenn. Þá hafa Bandaríkin verið beðin um að lána Grikkjum eftirlitsdróna. Embættismenn hafa gefið í skyn að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi af glæpamönnum sem hafi ætlað sér að fara ránshendi um yfirgefin heimili. Fimmtán eldar eru sagðir hafa kviknað á þremur svæðum, á sama tíma. Því vilja þeir fá dróna til að leita uppi „grunnsamlegt athæfi“.VIDEO: Aftermath of the deadly wildfire that ripped through the Greek seaside resort of #Mati, 40 kilometres (25 miles) northeast of the capital Athens #AthensFires pic.twitter.com/bH5iOUqefg— AFP news agency (@AFP) July 24, 2018
Grikkland Tengdar fréttir Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21