26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 11:50 Grísk kona slekkur í glóðum. Vísir/AP Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu, höfuðborg landsins. Meðal hinna látnu eru 26 fullorðnir og börn sem fundust í faðmlögum nokkrum metrum frá sjónum þar sem þau höfðu króast af vegna eldsins. Þá hafa fjölmörg símtöl borist til neyðarlínunnar vegna fólks sem er saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka. Hundruð slökkviliðsmanna vinna allan sólarhringinn við slökkvistörf og fregnir hafa borist af fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín nærri höfuðborginni, Aþenu. Flestir hinna látnu voru í bænum Mati, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Lík fólksins fundust í bílum og á heimilum þeirra. Alls hafa rúmlegar 100 manns særst, þar af 11 lífshættulega, en í hópi hinna særðu eru 16 börn.Nikos Economopoulos, yfirmaður Rauða krossins í Grikklandi, segir að hinir 26 sem fundust á ströndinni hafi reynt að komast undan en ekki tekist það. Uppfært: Í ljós hefur komið að þau fundust á klettasyllu yfir sjónum en ekki á ströndinni. „Þegar þau sáu endann koma féllust þau í faðma,“ sagði Economopoulos. Yfirvöld Grikklands hafa biðlað til annarra Evrópuríkja um hjálp. Þá hefur sérstaklega verið beðið um fleiri þyrlur og slökkviliðsmenn. Þá hafa Bandaríkin verið beðin um að lána Grikkjum eftirlitsdróna. Embættismenn hafa gefið í skyn að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi af glæpamönnum sem hafi ætlað sér að fara ránshendi um yfirgefin heimili. Fimmtán eldar eru sagðir hafa kviknað á þremur svæðum, á sama tíma. Því vilja þeir fá dróna til að leita uppi „grunnsamlegt athæfi“.VIDEO: Aftermath of the deadly wildfire that ripped through the Greek seaside resort of #Mati, 40 kilometres (25 miles) northeast of the capital Athens #AthensFires pic.twitter.com/bH5iOUqefg— AFP news agency (@AFP) July 24, 2018 Grikkland Tengdar fréttir Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu, höfuðborg landsins. Meðal hinna látnu eru 26 fullorðnir og börn sem fundust í faðmlögum nokkrum metrum frá sjónum þar sem þau höfðu króast af vegna eldsins. Þá hafa fjölmörg símtöl borist til neyðarlínunnar vegna fólks sem er saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka. Hundruð slökkviliðsmanna vinna allan sólarhringinn við slökkvistörf og fregnir hafa borist af fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín nærri höfuðborginni, Aþenu. Flestir hinna látnu voru í bænum Mati, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Aþenu. Lík fólksins fundust í bílum og á heimilum þeirra. Alls hafa rúmlegar 100 manns særst, þar af 11 lífshættulega, en í hópi hinna særðu eru 16 börn.Nikos Economopoulos, yfirmaður Rauða krossins í Grikklandi, segir að hinir 26 sem fundust á ströndinni hafi reynt að komast undan en ekki tekist það. Uppfært: Í ljós hefur komið að þau fundust á klettasyllu yfir sjónum en ekki á ströndinni. „Þegar þau sáu endann koma féllust þau í faðma,“ sagði Economopoulos. Yfirvöld Grikklands hafa biðlað til annarra Evrópuríkja um hjálp. Þá hefur sérstaklega verið beðið um fleiri þyrlur og slökkviliðsmenn. Þá hafa Bandaríkin verið beðin um að lána Grikkjum eftirlitsdróna. Embættismenn hafa gefið í skyn að eldarnir hafi verið kveiktir vísvitandi af glæpamönnum sem hafi ætlað sér að fara ránshendi um yfirgefin heimili. Fimmtán eldar eru sagðir hafa kviknað á þremur svæðum, á sama tíma. Því vilja þeir fá dróna til að leita uppi „grunnsamlegt athæfi“.VIDEO: Aftermath of the deadly wildfire that ripped through the Greek seaside resort of #Mati, 40 kilometres (25 miles) northeast of the capital Athens #AthensFires pic.twitter.com/bH5iOUqefg— AFP news agency (@AFP) July 24, 2018
Grikkland Tengdar fréttir Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21