Fúkyrðin fljúga milli Netanyahu og Erdogan Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 14:09 Erdogan og Netanyahu. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður gagnvart Ísrael í morgun og sagði Ísrael vera mesta ríki fasista og rasista í heiminum. Erdogan sagði „anda Hitler“ hafa fundið sig meðal leiðtoga Ísrael. Forsetinn sagði engan mun á þráhyggju Hitler með kynstofn aría og þá skoðun „Ísrael að þessi fornu lönd væru eingöngu ætluð gyðingum“. Reiði Erdogan má rekja til nýrra og umdeildra laga í Ísrael sem gera hebresku að opinberu tungumáli Ísrael og skilgreindi stofnun nýrra byggða gyðinga sem þjóðarhagsmuni. Áður hafði arabíska einnig verið opinbert tungumál Ísrael en nýju lögin breyta því. Um 17,5 prósent íbúa Ísrael, þar sem átta milljónir búa, eru arabar. Erdogan sagði enn fremur í ræðu í Tyrklandi að lögin myndu leiða svæðið, og heiminn allan, til „blóðs, elds og eymdar“. Hann hét því að standa með íbúum Palestínu og kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið stæði gegn Ísrael.Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, svaraði Erdogan um hæl á Twitter og sagði Erdogan vera að slátra Sýrlendingum og Kúrdum og fangelsa eigin borgara í tugþúsundatali. Hann sagði það vera mikið hrós fyrir umrædd lög að „demókratinn“ Erdogan væri að ráðast á þau. „Tyrkland, undir stjórn Erdogan, er að verða myrkt einræðisríki en á hinn bóginn er Ísrael að viðhalda jöfnum réttindum allra borgara, fyrir og eftir samþykkt laganna.“ Greinendur sem AFP fréttaveitan ræddi við segja nýju lögin ekkert fjalla um jafnrétti eða lýðræði sem gefi í skyn að gyðingstrúin skipti mestu máli.Þrátt fyrir miklar deilur Tyrklands og Ísrael á undanförnum árum, sem hófust árið 2010 þegar ísraelskir sérsveitarmenn réðust um borð í tyrkneskt skip sem var notað til að flytja birgðir til Palestínu, er sterkt viðskiptasamband milli ríkjanna. Ríkin gerðu samkomulag sín á milli árið 2016 um að byggja aftur upp traust en nú er óttast að það samkomulag sé í hættu.Turkey, under Erdogan's rule, is becoming a dark dictatorship whereas Israel scrupulously maintains equal rights for all its citizens, both before and after introducing this law.— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) July 24, 2018 Mið-Austurlönd Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður gagnvart Ísrael í morgun og sagði Ísrael vera mesta ríki fasista og rasista í heiminum. Erdogan sagði „anda Hitler“ hafa fundið sig meðal leiðtoga Ísrael. Forsetinn sagði engan mun á þráhyggju Hitler með kynstofn aría og þá skoðun „Ísrael að þessi fornu lönd væru eingöngu ætluð gyðingum“. Reiði Erdogan má rekja til nýrra og umdeildra laga í Ísrael sem gera hebresku að opinberu tungumáli Ísrael og skilgreindi stofnun nýrra byggða gyðinga sem þjóðarhagsmuni. Áður hafði arabíska einnig verið opinbert tungumál Ísrael en nýju lögin breyta því. Um 17,5 prósent íbúa Ísrael, þar sem átta milljónir búa, eru arabar. Erdogan sagði enn fremur í ræðu í Tyrklandi að lögin myndu leiða svæðið, og heiminn allan, til „blóðs, elds og eymdar“. Hann hét því að standa með íbúum Palestínu og kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið stæði gegn Ísrael.Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, svaraði Erdogan um hæl á Twitter og sagði Erdogan vera að slátra Sýrlendingum og Kúrdum og fangelsa eigin borgara í tugþúsundatali. Hann sagði það vera mikið hrós fyrir umrædd lög að „demókratinn“ Erdogan væri að ráðast á þau. „Tyrkland, undir stjórn Erdogan, er að verða myrkt einræðisríki en á hinn bóginn er Ísrael að viðhalda jöfnum réttindum allra borgara, fyrir og eftir samþykkt laganna.“ Greinendur sem AFP fréttaveitan ræddi við segja nýju lögin ekkert fjalla um jafnrétti eða lýðræði sem gefi í skyn að gyðingstrúin skipti mestu máli.Þrátt fyrir miklar deilur Tyrklands og Ísrael á undanförnum árum, sem hófust árið 2010 þegar ísraelskir sérsveitarmenn réðust um borð í tyrkneskt skip sem var notað til að flytja birgðir til Palestínu, er sterkt viðskiptasamband milli ríkjanna. Ríkin gerðu samkomulag sín á milli árið 2016 um að byggja aftur upp traust en nú er óttast að það samkomulag sé í hættu.Turkey, under Erdogan's rule, is becoming a dark dictatorship whereas Israel scrupulously maintains equal rights for all its citizens, both before and after introducing this law.— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) July 24, 2018
Mið-Austurlönd Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira