„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 15:09 Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. Vísir/getty Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52
Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54