Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2018 06:48 Rod Rosenstein hefur hina umdeildu Rússarannsókn á sinni könnu. Vísir/AFP Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. Repúblikanarnir Mark Meadows og Jim Jordan lögðu í gærkvöld fram formlega beiðni þess efnis þar sem fram kemur óánægja þeirra með störf Rosenstein. Þeir segja að aðstoðardómsmálaráðherrann hafi neitað þeim um aðgang að gögnum sem tengjast sérstakri rannsókn Roberts Muller, sem kannar nú tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Trumps fyrir kosningarnar 2016. Það er mat repúblikanana að Rosenstein hafi með þessu staðið í veg fyrir eðlilegu eftirliti þingsins með rannsókninnni. Rosenstein, sem tók við umsjón sérstöku rannsóknarinnar eftir að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sagði sig frá henni vegna hagsmunaárekstra, neitar alfarið ásökunum þeirra Meadows og Jordan. Til þess að víkja Rosenstein úr starfi þyrfu repúblikanarnir að fá stuðning meirihluta fulltrúadeildarinnar - sem og aukinn meirihluta í öldungadeildinni. Því telja fréttaskýrendur ólíklegt að þeir hafi erindi sem erfiði. Meadows og Jordan muni þó fá næga og mikilvæga fjölmiðlaathygli á næstu dögum. Rússarannsóknin er gríðarlega óvinsæl með repúblikana og gæti framgana þeirra tveggja því aukið hróður þeirra fyrir þingkosningarnar vestanhafs í haust. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. Repúblikanarnir Mark Meadows og Jim Jordan lögðu í gærkvöld fram formlega beiðni þess efnis þar sem fram kemur óánægja þeirra með störf Rosenstein. Þeir segja að aðstoðardómsmálaráðherrann hafi neitað þeim um aðgang að gögnum sem tengjast sérstakri rannsókn Roberts Muller, sem kannar nú tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Trumps fyrir kosningarnar 2016. Það er mat repúblikanana að Rosenstein hafi með þessu staðið í veg fyrir eðlilegu eftirliti þingsins með rannsókninnni. Rosenstein, sem tók við umsjón sérstöku rannsóknarinnar eftir að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sagði sig frá henni vegna hagsmunaárekstra, neitar alfarið ásökunum þeirra Meadows og Jordan. Til þess að víkja Rosenstein úr starfi þyrfu repúblikanarnir að fá stuðning meirihluta fulltrúadeildarinnar - sem og aukinn meirihluta í öldungadeildinni. Því telja fréttaskýrendur ólíklegt að þeir hafi erindi sem erfiði. Meadows og Jordan muni þó fá næga og mikilvæga fjölmiðlaathygli á næstu dögum. Rússarannsóknin er gríðarlega óvinsæl með repúblikana og gæti framgana þeirra tveggja því aukið hróður þeirra fyrir þingkosningarnar vestanhafs í haust.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42