Farþegar á fyrsta farrými hjá Air India útbitnir af lús Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 11:47 Farþegaþota Air India yfir Mumbaí. Vísir/Getty Farþegar á fyrsta farrými flugvélar indverska ríkisflugfélagsins voru illa bitnir af veggjalús í áætlunarferð frá New York í Bandaríkjunum til indversku borgarinnar Múmbaí 18. júlí síðastliðinn. Forsvarsmenn flugfélagsins hefur beðist afsökunar á þessu og fyrirskipað rannsókn á málinu. Hefur flugfélagið heitið því að sótthreinsa vélina hátt og lágt til að koma í veg fyrir að þetta muni endurtaka sig. Einn af farþegunum er Saumya Shetty en hún var með skordýrabit út um allan líkamann og birti myndir af útbrotunum á Twitter. What an #airindia #businessclass would do to you? AI still has to get in touch with me inspite if my repeated attempts to get in touch with them. @airindiain @NewYorkTimes11 @cnni pic.twitter.com/tDHfmhX0Vx— Saumya Shetty (@saumshetty) July 20, 2018 Hún sagði í samtali við fjölmiðla að hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að ná athygli flugfélagsins og fékk ekki afsökunarbeiðni frá flugfélaginu fyrr en hún hafði heimsótt starfsstöð þess. Í afsökunarbréfinu kom fram búið væri að hreinsa vélina og skipta um áklæði á sætum vélarinnar. Í bréfinu kom fram að þessi lúsarfaraldur gæti hafa átt sér stað vegna veðuraðstæðna. Shetty sagði þessa útskýringu á lúsafaraldrinum ekki trúlega, það er að hann sé veðrinu að kenna, og bætti við að flugfélagið hefði boðist til að endurgreiða 75 prósent af því sem hún greiddi fyrir flugfarið. Air India er stærsta flugfélag Indlands en á vef fréttastofu BBC er tekið fram að flugfélagið sé stórskuldugt. BBC segir fyrirtækið hafa tapað markaðshlutdeild og hefur hrapað í áliti viðskiptavina vegna slæmrar þjónustu. Fyrir nokkrum árum þurfti að snúa vél flugfélagsins, á leið frá Mumbaí til London, við eftir að rotta sást í farþegarými vélarinnar. Air India hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Árið 2017 kynntu yfirvöld í Indlandi áætlanir þess efnis að einkavæði flugfélagið. Enginn var þó tilbúinn til að kaupa ráðandi hlut í flugfélaginu. Hefði einhver ákveðið að kaupa ráðandi hlut í félaginu, þá hefði hann jafnframt þurft að taka við skuld sem nemur um fimm milljörðum dollara, eða sem nemur um 519 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Fréttir af flugi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Farþegar á fyrsta farrými flugvélar indverska ríkisflugfélagsins voru illa bitnir af veggjalús í áætlunarferð frá New York í Bandaríkjunum til indversku borgarinnar Múmbaí 18. júlí síðastliðinn. Forsvarsmenn flugfélagsins hefur beðist afsökunar á þessu og fyrirskipað rannsókn á málinu. Hefur flugfélagið heitið því að sótthreinsa vélina hátt og lágt til að koma í veg fyrir að þetta muni endurtaka sig. Einn af farþegunum er Saumya Shetty en hún var með skordýrabit út um allan líkamann og birti myndir af útbrotunum á Twitter. What an #airindia #businessclass would do to you? AI still has to get in touch with me inspite if my repeated attempts to get in touch with them. @airindiain @NewYorkTimes11 @cnni pic.twitter.com/tDHfmhX0Vx— Saumya Shetty (@saumshetty) July 20, 2018 Hún sagði í samtali við fjölmiðla að hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að ná athygli flugfélagsins og fékk ekki afsökunarbeiðni frá flugfélaginu fyrr en hún hafði heimsótt starfsstöð þess. Í afsökunarbréfinu kom fram búið væri að hreinsa vélina og skipta um áklæði á sætum vélarinnar. Í bréfinu kom fram að þessi lúsarfaraldur gæti hafa átt sér stað vegna veðuraðstæðna. Shetty sagði þessa útskýringu á lúsafaraldrinum ekki trúlega, það er að hann sé veðrinu að kenna, og bætti við að flugfélagið hefði boðist til að endurgreiða 75 prósent af því sem hún greiddi fyrir flugfarið. Air India er stærsta flugfélag Indlands en á vef fréttastofu BBC er tekið fram að flugfélagið sé stórskuldugt. BBC segir fyrirtækið hafa tapað markaðshlutdeild og hefur hrapað í áliti viðskiptavina vegna slæmrar þjónustu. Fyrir nokkrum árum þurfti að snúa vél flugfélagsins, á leið frá Mumbaí til London, við eftir að rotta sást í farþegarými vélarinnar. Air India hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Árið 2017 kynntu yfirvöld í Indlandi áætlanir þess efnis að einkavæði flugfélagið. Enginn var þó tilbúinn til að kaupa ráðandi hlut í flugfélaginu. Hefði einhver ákveðið að kaupa ráðandi hlut í félaginu, þá hefði hann jafnframt þurft að taka við skuld sem nemur um fimm milljörðum dollara, eða sem nemur um 519 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.
Fréttir af flugi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent