Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 22:48 Rian Johnson, leikstjóri og handritshöfundur Star Wars: The Last Jedi Vísir/Getty Rian Johnson, leikstjóri The Last Jedi, hefur eytt um tuttugu þúsund gömlum tístum af Twitter-reikningi sínum. Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. Gunn var rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy á dögunum.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. Brottrekstur hans hefur mætt töluverðri andstöðu og þá hafa stjörnur Guardians-kvikmyndanna lýst yfir stuðningi við Gunn. Netmiðillinn The Mary Sue vakti athygli á máli Johnson á vef sínum í gær. Þar var því velt upp hvort brottrekstur Gunn hefði orðið að fordæmi fyrir starfsbræður hans í Hollywood, sem og aðra í bransanum. Þá voru einnig leiddar að því líkur að Disney, sem á höfundarréttinn á bæði Guardians of the Galaxy og Starwars-kvikmyndunum, beini því nú til starfsmanna sinna að þurrka allt „umdeilt“ út af samfélagsmiðlum. Johnson hefur þó þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Hann svaraði Mary Sue sjálfur á Twitter og sagðist ekki hafa fengið neinar skipanir að ofan um að eyða umræddum tístum, en viðurkenndi þó að hann væri uggandi yfir „tröllum“ sem fari gaumgæfilega yfir samfélagsmiðlafærslur mörg ár aftur í tímann í þeim tilgangi að hanka menn á gömlum syndum.No official directive at all, and I don't think I've ever tweeted anything that bad. But it's nine years of stuff written largely off the cuff as ephemera, if trolls scrutinizing it for ammunition is the new normal, this seems like a “why not?” move.— Rian Johnson (@rianjohnson) July 25, 2018 Bíó og sjónvarp Disney Samfélagsmiðlar Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Rian Johnson, leikstjóri The Last Jedi, hefur eytt um tuttugu þúsund gömlum tístum af Twitter-reikningi sínum. Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. Gunn var rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy á dögunum.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. Brottrekstur hans hefur mætt töluverðri andstöðu og þá hafa stjörnur Guardians-kvikmyndanna lýst yfir stuðningi við Gunn. Netmiðillinn The Mary Sue vakti athygli á máli Johnson á vef sínum í gær. Þar var því velt upp hvort brottrekstur Gunn hefði orðið að fordæmi fyrir starfsbræður hans í Hollywood, sem og aðra í bransanum. Þá voru einnig leiddar að því líkur að Disney, sem á höfundarréttinn á bæði Guardians of the Galaxy og Starwars-kvikmyndunum, beini því nú til starfsmanna sinna að þurrka allt „umdeilt“ út af samfélagsmiðlum. Johnson hefur þó þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Hann svaraði Mary Sue sjálfur á Twitter og sagðist ekki hafa fengið neinar skipanir að ofan um að eyða umræddum tístum, en viðurkenndi þó að hann væri uggandi yfir „tröllum“ sem fari gaumgæfilega yfir samfélagsmiðlafærslur mörg ár aftur í tímann í þeim tilgangi að hanka menn á gömlum syndum.No official directive at all, and I don't think I've ever tweeted anything that bad. But it's nine years of stuff written largely off the cuff as ephemera, if trolls scrutinizing it for ammunition is the new normal, this seems like a “why not?” move.— Rian Johnson (@rianjohnson) July 25, 2018
Bíó og sjónvarp Disney Samfélagsmiðlar Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22
Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23
James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15