Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 22:48 Rian Johnson, leikstjóri og handritshöfundur Star Wars: The Last Jedi Vísir/Getty Rian Johnson, leikstjóri The Last Jedi, hefur eytt um tuttugu þúsund gömlum tístum af Twitter-reikningi sínum. Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. Gunn var rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy á dögunum.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. Brottrekstur hans hefur mætt töluverðri andstöðu og þá hafa stjörnur Guardians-kvikmyndanna lýst yfir stuðningi við Gunn. Netmiðillinn The Mary Sue vakti athygli á máli Johnson á vef sínum í gær. Þar var því velt upp hvort brottrekstur Gunn hefði orðið að fordæmi fyrir starfsbræður hans í Hollywood, sem og aðra í bransanum. Þá voru einnig leiddar að því líkur að Disney, sem á höfundarréttinn á bæði Guardians of the Galaxy og Starwars-kvikmyndunum, beini því nú til starfsmanna sinna að þurrka allt „umdeilt“ út af samfélagsmiðlum. Johnson hefur þó þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Hann svaraði Mary Sue sjálfur á Twitter og sagðist ekki hafa fengið neinar skipanir að ofan um að eyða umræddum tístum, en viðurkenndi þó að hann væri uggandi yfir „tröllum“ sem fari gaumgæfilega yfir samfélagsmiðlafærslur mörg ár aftur í tímann í þeim tilgangi að hanka menn á gömlum syndum.No official directive at all, and I don't think I've ever tweeted anything that bad. But it's nine years of stuff written largely off the cuff as ephemera, if trolls scrutinizing it for ammunition is the new normal, this seems like a “why not?” move.— Rian Johnson (@rianjohnson) July 25, 2018 Bíó og sjónvarp Disney Samfélagsmiðlar Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Rian Johnson, leikstjóri The Last Jedi, hefur eytt um tuttugu þúsund gömlum tístum af Twitter-reikningi sínum. Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. Gunn var rekinn sem leikstjóri þriðju myndarinnar um ofurhetjuteymið Guardians of the Galaxy á dögunum.Ákvörðunin um brottreksturinn var tekin eftir að umdeild tíst kvikmyndagerðarmannsins komust í umferð. Brottrekstur hans hefur mætt töluverðri andstöðu og þá hafa stjörnur Guardians-kvikmyndanna lýst yfir stuðningi við Gunn. Netmiðillinn The Mary Sue vakti athygli á máli Johnson á vef sínum í gær. Þar var því velt upp hvort brottrekstur Gunn hefði orðið að fordæmi fyrir starfsbræður hans í Hollywood, sem og aðra í bransanum. Þá voru einnig leiddar að því líkur að Disney, sem á höfundarréttinn á bæði Guardians of the Galaxy og Starwars-kvikmyndunum, beini því nú til starfsmanna sinna að þurrka allt „umdeilt“ út af samfélagsmiðlum. Johnson hefur þó þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Hann svaraði Mary Sue sjálfur á Twitter og sagðist ekki hafa fengið neinar skipanir að ofan um að eyða umræddum tístum, en viðurkenndi þó að hann væri uggandi yfir „tröllum“ sem fari gaumgæfilega yfir samfélagsmiðlafærslur mörg ár aftur í tímann í þeim tilgangi að hanka menn á gömlum syndum.No official directive at all, and I don't think I've ever tweeted anything that bad. But it's nine years of stuff written largely off the cuff as ephemera, if trolls scrutinizing it for ammunition is the new normal, this seems like a “why not?” move.— Rian Johnson (@rianjohnson) July 25, 2018
Bíó og sjónvarp Disney Samfélagsmiðlar Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22
Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar. 20. janúar 2018 21:23
James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15