Kallar á frekari uppstokkun Helgi Vífill Júlíusson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Væntingar Icelandair um að flugfargjöld hækki á árinu eftir hækkun á olíuverði munu ekki ganga eftir. Vísir/Getty Eflaust verður Icelandair Group rekið ansi nálægt núllinu árið 2018. „Félagið mun væntanlega skila lítils háttar hagnaði miðað við afkomuspá stjórnenda Icelandair Group,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Hlutabréfaverð Icelandair Group lækkaði um fjórðung í gær í kjölfar afkomuviðvörunar á sunnudagskvöld. Í lok janúar fyrir ári birti flugfélagið sambærilega afkomuviðvörun og þá lækkuðu bréfin um 24 prósent. Verð bréfanna hefur ekki verið lægra síðan 28. janúar 2013. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að viðbrögðin á hlutabréfamarkaði hafi verið í takti við innihald afkomuviðvörunar félagsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að spá félagsins um að meðalflugfargjöld myndu hækka á síðari hluta ársins virðist ekki ætla að ganga eftir. Auk þess hafi olíuverð hækkað um meira en 50 prósent á einu ári. „Meðal annars af þeim sökum lækkum við afkomuspá félagsins,“ segir hann.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári. Áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. „Það sem mestu skiptir er hvernig fyrirtækinu muni vegna til framtíðar. Aukin samkeppni hefur þrýst flugfargjöldum niður en félagið er vel í stakk búið til að takast á við hana. Það hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á rekstrinum, þar á meðal hefur stjórnendum fækkað og reksturinn verið straumlínulagaður. Icelandair Group er stórt, þótt það sé lítið á heimsvísu, og það tekur alltaf einhvern tíma að innleiða breytingar en þar erum við á góðri leið,“ segir Björgólfur. Sveinn segir að sú aðferðafræði að bíða og vona að fargjöld hækki hafi gengið sér til húðar eftir fyrsta ársfjórðung. Stjórnendur Icelandair Group hafi ekki gengið nógu langt í breytingum á rekstrinum. „Mig grunar að lággjaldaflugfélögin séu að halda flugfargjöldum niðri. Það þarf að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi. Annars mun afkoman halda áfram að versna.“ Að þessu sögðu er fyrirtækið vel fjármagnað, að mati Sveins. „Lausafé fyrirtækisins er næstum 20 milljarðar króna.“Missir markaðshlutdeild Icelandair er jafnframt að missa markaðshlutdeild, að Sveins sögn. Fram kom í flutningatölum flugfélagsins að farþegum í júní hafi fækkað um 2 prósent á milli ára. „Tölurnar eru svipaðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Það þýðir væntanlega að fyrirtækið er að missa markaðshlutdeild því ferðamönnum hefur fjölgað um 4-6 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Fjöldi Íslendinga í flugvélum Icelandair jókst en samdráttur er í komu ferðamanna hingað til lands og á Norður-Atlantshafsmarkaðnum.“ Elvar Ingi segir að það hafi ekki endilega komið á óvart að Icelandair Group hafi sent út afkomuviðvörun. „Það sem kom hins vegar á óvart var hve mikið afkomuáætlun félagsins var lækkuð. Samhliða óhagstæðri þróun áhrifaþátta á rekstur félagsins á síðustu misserum, einkum hækkun á olíuverði, hefur það verið mikilvægt fyrir afkomu félagsins að verð á flugfargjöldum færi að hækka.“ Kergja er á meðal fjárfesta sem Fréttablaðið ræddi við í garð stjórnenda fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt meiri varfærni við gerð afkomuspár ársins. Byggst hafi upp væntingar sem varð síðan fljótlega ljóst þegar líða tók árið, einkum með farþegatölunum í apríl, að gætu tæpast gengið eftir. Eiga yfir helming Lífeyrissjóðir eiga 53 prósenta hlut í Icelandair Group miðað við lista yfir 20 stærstu hluthafa. Stærstur er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 14 prósent. Markaðsvirði hlutabréfa lífeyrissjóðanna var 24 milljarðar króna við lok dags í gær og lækkaði um átta milljarða á einum degi. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Eflaust verður Icelandair Group rekið ansi nálægt núllinu árið 2018. „Félagið mun væntanlega skila lítils háttar hagnaði miðað við afkomuspá stjórnenda Icelandair Group,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Hlutabréfaverð Icelandair Group lækkaði um fjórðung í gær í kjölfar afkomuviðvörunar á sunnudagskvöld. Í lok janúar fyrir ári birti flugfélagið sambærilega afkomuviðvörun og þá lækkuðu bréfin um 24 prósent. Verð bréfanna hefur ekki verið lægra síðan 28. janúar 2013. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að viðbrögðin á hlutabréfamarkaði hafi verið í takti við innihald afkomuviðvörunar félagsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að spá félagsins um að meðalflugfargjöld myndu hækka á síðari hluta ársins virðist ekki ætla að ganga eftir. Auk þess hafi olíuverð hækkað um meira en 50 prósent á einu ári. „Meðal annars af þeim sökum lækkum við afkomuspá félagsins,“ segir hann.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári. Áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. „Það sem mestu skiptir er hvernig fyrirtækinu muni vegna til framtíðar. Aukin samkeppni hefur þrýst flugfargjöldum niður en félagið er vel í stakk búið til að takast á við hana. Það hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á rekstrinum, þar á meðal hefur stjórnendum fækkað og reksturinn verið straumlínulagaður. Icelandair Group er stórt, þótt það sé lítið á heimsvísu, og það tekur alltaf einhvern tíma að innleiða breytingar en þar erum við á góðri leið,“ segir Björgólfur. Sveinn segir að sú aðferðafræði að bíða og vona að fargjöld hækki hafi gengið sér til húðar eftir fyrsta ársfjórðung. Stjórnendur Icelandair Group hafi ekki gengið nógu langt í breytingum á rekstrinum. „Mig grunar að lággjaldaflugfélögin séu að halda flugfargjöldum niðri. Það þarf að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi. Annars mun afkoman halda áfram að versna.“ Að þessu sögðu er fyrirtækið vel fjármagnað, að mati Sveins. „Lausafé fyrirtækisins er næstum 20 milljarðar króna.“Missir markaðshlutdeild Icelandair er jafnframt að missa markaðshlutdeild, að Sveins sögn. Fram kom í flutningatölum flugfélagsins að farþegum í júní hafi fækkað um 2 prósent á milli ára. „Tölurnar eru svipaðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Það þýðir væntanlega að fyrirtækið er að missa markaðshlutdeild því ferðamönnum hefur fjölgað um 4-6 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Fjöldi Íslendinga í flugvélum Icelandair jókst en samdráttur er í komu ferðamanna hingað til lands og á Norður-Atlantshafsmarkaðnum.“ Elvar Ingi segir að það hafi ekki endilega komið á óvart að Icelandair Group hafi sent út afkomuviðvörun. „Það sem kom hins vegar á óvart var hve mikið afkomuáætlun félagsins var lækkuð. Samhliða óhagstæðri þróun áhrifaþátta á rekstur félagsins á síðustu misserum, einkum hækkun á olíuverði, hefur það verið mikilvægt fyrir afkomu félagsins að verð á flugfargjöldum færi að hækka.“ Kergja er á meðal fjárfesta sem Fréttablaðið ræddi við í garð stjórnenda fyrirtækisins fyrir að hafa ekki gætt meiri varfærni við gerð afkomuspár ársins. Byggst hafi upp væntingar sem varð síðan fljótlega ljóst þegar líða tók árið, einkum með farþegatölunum í apríl, að gætu tæpast gengið eftir. Eiga yfir helming Lífeyrissjóðir eiga 53 prósenta hlut í Icelandair Group miðað við lista yfir 20 stærstu hluthafa. Stærstur er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 14 prósent. Markaðsvirði hlutabréfa lífeyrissjóðanna var 24 milljarðar króna við lok dags í gær og lækkaði um átta milljarða á einum degi.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43