Fótbolti

Real Madrid búið að selja Cristiano Ronaldo til Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki á móti Juventus í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Cristiano Ronaldo fagnar marki á móti Juventus í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid samkvæmt heimildum Sky Sports.

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Real Madrid hafi samþykkt að selja markahæsta leikmann félagsins frá upphafi til Ítalíu.

Juventus mun borga Real Madrid í kringum 105 milljónir punda samkvæmt heimildum Sky. Það má búast við staðfestingu frá félögum um söluna strax í kvöld.



 

Cristiano Ronaldo er orðinn 33 ára gamall og það er mögnuð staðreynd að Juventus sé tilbúið að eyða svona miklum peningi í leikmanninn.

Cristiano Ronaldo er líka dýrari nú en þegar Real Madrid keyptti hann á 80 milljónir punda frá Manchester United árið 2009.

Cristiano Ronaldo var í níu ár hjá Real Madrid en hafði verið á undan í sex ár hjá Manchester United.

Með Real Madrid þá vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum, spænsku deildina tvisvar, spænska bikarinn tvisvar og þrisvar sinnum heimsmeistarakeppni félagslið.

Juventus hefur unnið ítölsku deildina sjö ár í röð en hefur ekki náð að vinna Meistaradeildina í 22 ár eða síðan 1996. Kaupin á fimmföldum Meistaradeildarmeistara hefur mikið með það að gera.

Evrópsku miðlarnir skrifa um að Cristiano Ronaldo hafi vilja fá nýja áskorun og þess vegna hafi hann viljað yfirgefa Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×