Stormy Daniels handtekin Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:16 Stormy Daniels lögsótti Bandaríkjaforseta vegna þagnarsamkomulags sem þau gerðu með sér árið 2016. Forsetinn undirritaði hins vegar aldrei samkomulagið og því telur Daniels það vera ógilt. Vísir/getty Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. Hann telur að pólitískir hvatar búi að baki handtökunni en Daniels hefur reynst Bandaríkjaforseta óþægur ljár í þúfu síðustu mánuði. Lögmaðurinn greindi frá handtökunni á Twitter-síðu sinni í nótt. Avenatti segir að leikkonunni hafi verið gefið að sök að leyfa gestum nektardansstaðarins að snerta sig meðan hún dansaði fyrir þá. Það stríðir hins vegar gegn lögum Ohio-ríkis. Avenatti segir að Daniels hafi verið leidd í gildru, málið lykti af örvæntingu og pólitískum hvötum. „Við munum berjast gegn öllum fáránlegum kærum,“ skrifar Avenatti.Just rcvd word that my client @StormyDaniels was arrested in Columbus Ohio whole performing the same act she has performed across the nation at nearly a hundred strip clubs. This was a setup & politically motivated. It reeks of desperation. We will fight all bogus charges. #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 12, 2018 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, árið 2006. Trump hefur ætíð neitað fyrir sambandið. Hann greiddi henni engu að síður 130 þúsund dali árið 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Daniels segir að með greiðslunni hafi hann reynt að kaupa þögn hennar um sambandið, enda kynni það að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Daniels var að dansa á staðnum Siren í borginni Columbus í gærkvöldi þegar hún var snert á „ókynferðislegan hátt,“ eins og Avenatti orðar það í samtali við fréttastofu AP. Lög í Ohio banna hverjum þeim sem er ekki náinn fjölskyldumeðlimur að snerta léttklædda eða nakta dansara. Daniels var handtekin að dansinum loknum og flutt á lögreglustöð. Búist er við því að hún verði kærð fyrir blygðunarsemisbrot og verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Avenatti er æfur. „Hún var leidd í gildru. Það er fáránlegt að takmörkuðum fjármunum lögreglunnar sé varið í það að sitja um áhorfendur sem gætu snert dansara á ókynferðislegan hátt,“ er haft eftir Avenatti. Lögreglan í Columbus hefur ekki enn tjáð sig um málið. Lögsókn Daniels gegn Bandaríkjaforseta og fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, er enn til meðferðar fyrir bandarískum dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. Hann telur að pólitískir hvatar búi að baki handtökunni en Daniels hefur reynst Bandaríkjaforseta óþægur ljár í þúfu síðustu mánuði. Lögmaðurinn greindi frá handtökunni á Twitter-síðu sinni í nótt. Avenatti segir að leikkonunni hafi verið gefið að sök að leyfa gestum nektardansstaðarins að snerta sig meðan hún dansaði fyrir þá. Það stríðir hins vegar gegn lögum Ohio-ríkis. Avenatti segir að Daniels hafi verið leidd í gildru, málið lykti af örvæntingu og pólitískum hvötum. „Við munum berjast gegn öllum fáránlegum kærum,“ skrifar Avenatti.Just rcvd word that my client @StormyDaniels was arrested in Columbus Ohio whole performing the same act she has performed across the nation at nearly a hundred strip clubs. This was a setup & politically motivated. It reeks of desperation. We will fight all bogus charges. #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 12, 2018 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, árið 2006. Trump hefur ætíð neitað fyrir sambandið. Hann greiddi henni engu að síður 130 þúsund dali árið 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Daniels segir að með greiðslunni hafi hann reynt að kaupa þögn hennar um sambandið, enda kynni það að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Daniels var að dansa á staðnum Siren í borginni Columbus í gærkvöldi þegar hún var snert á „ókynferðislegan hátt,“ eins og Avenatti orðar það í samtali við fréttastofu AP. Lög í Ohio banna hverjum þeim sem er ekki náinn fjölskyldumeðlimur að snerta léttklædda eða nakta dansara. Daniels var handtekin að dansinum loknum og flutt á lögreglustöð. Búist er við því að hún verði kærð fyrir blygðunarsemisbrot og verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Avenatti er æfur. „Hún var leidd í gildru. Það er fáránlegt að takmörkuðum fjármunum lögreglunnar sé varið í það að sitja um áhorfendur sem gætu snert dansara á ókynferðislegan hátt,“ er haft eftir Avenatti. Lögreglan í Columbus hefur ekki enn tjáð sig um málið. Lögsókn Daniels gegn Bandaríkjaforseta og fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, er enn til meðferðar fyrir bandarískum dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47
Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48