Sér eftir háloftaástarsögunni og biðst afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2018 13:30 Rosey Blair fylgdist grannt með. Hún og kærasti hennar Houston Hardaway hafa nú verið harðlega gagnrýnd fyrir athæfið. Leikkonan Rosey Blair, sem nýlega komst í heimsfréttirnar fyrir að lýsa „háloftaástarsögu“ í beinni, hefur nú beðist afsökunar á málinu. Tíst hennar um samskipti tveggja flugfarþega vöktu fyrst mikla lukku en viðbrögðin snerust fljótlega upp í andhverfu sína og voru Blair og kærasti hennar harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Forsaga málsins er sú að Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum, Houston Hardaway, með flugi í Bandaríkjunum. Þar varð ung kona við bón hennar um að skipta um sæti svo Blair gæti setið með kærastanum. Ungur maður settist við hlið konunnar og fylgdust Blair og Hardaway náið með samskiptum fólksins – sem vöktu heimsathygli. Jákvæðni einkenndi viðbrögð netverja í fyrstu en fljótlega fóru að renna á þá tvær grímur. Þegar í ljós kom að unga konan, sem ekki hafði gefið leyfi fyrir því að nafn hennar yrði birt, hafði neyðst til að loka Instagram-reikningi sínum vegna áreitni fór að bera á gagnrýni í garð Blair og Hardway, sem einnig þóttu hafa nýtt sér skyndilega frægðina á ósmekklegan hátt.Sjá einnig: Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Því hefur einnig verið haldið fram að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. Blair virðist nú hafa séð að sér en hún birti afsökunarbeiðni á Twitter-reikningi sínum í vikunni. „Ég vildi að ég gæti komið skömminni sem ég finn vegna gjörða minna til skila en mér finnst tilfinningar mínar ekki viðeigandi á þessum tímapunkti,“ skrifaði Blair. Hún beindi svo orðum sínum til konunnar, Helen, og baðst afsökunar á því að hafa notfært sér „fallegt og töfrandi augnablik“ milli hennar og unga mannsins, Euan Holden, á samfélagsmiðlum. Afsökunarbeiðni Blair má sjá í heild hér að neðan.pic.twitter.com/BVsAsM8PZ5— Rosey Blair (@roseybeeme) July 10, 2018 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15 Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Leikkonan Rosey Blair, sem nýlega komst í heimsfréttirnar fyrir að lýsa „háloftaástarsögu“ í beinni, hefur nú beðist afsökunar á málinu. Tíst hennar um samskipti tveggja flugfarþega vöktu fyrst mikla lukku en viðbrögðin snerust fljótlega upp í andhverfu sína og voru Blair og kærasti hennar harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Forsaga málsins er sú að Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum, Houston Hardaway, með flugi í Bandaríkjunum. Þar varð ung kona við bón hennar um að skipta um sæti svo Blair gæti setið með kærastanum. Ungur maður settist við hlið konunnar og fylgdust Blair og Hardaway náið með samskiptum fólksins – sem vöktu heimsathygli. Jákvæðni einkenndi viðbrögð netverja í fyrstu en fljótlega fóru að renna á þá tvær grímur. Þegar í ljós kom að unga konan, sem ekki hafði gefið leyfi fyrir því að nafn hennar yrði birt, hafði neyðst til að loka Instagram-reikningi sínum vegna áreitni fór að bera á gagnrýni í garð Blair og Hardway, sem einnig þóttu hafa nýtt sér skyndilega frægðina á ósmekklegan hátt.Sjá einnig: Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Því hefur einnig verið haldið fram að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. Blair virðist nú hafa séð að sér en hún birti afsökunarbeiðni á Twitter-reikningi sínum í vikunni. „Ég vildi að ég gæti komið skömminni sem ég finn vegna gjörða minna til skila en mér finnst tilfinningar mínar ekki viðeigandi á þessum tímapunkti,“ skrifaði Blair. Hún beindi svo orðum sínum til konunnar, Helen, og baðst afsökunar á því að hafa notfært sér „fallegt og töfrandi augnablik“ milli hennar og unga mannsins, Euan Holden, á samfélagsmiðlum. Afsökunarbeiðni Blair má sjá í heild hér að neðan.pic.twitter.com/BVsAsM8PZ5— Rosey Blair (@roseybeeme) July 10, 2018
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15 Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15
Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23