Gómaður í stolnu buxunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 06:29 Sundlaugargestir í Vesturbæ vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í gær. Vísir/Daníel Bíræfinn þjófur lét greipar sópa í sundlaug Vesturbæjar í gær. Maðurinn er sagður hafa gengið á milli fataskápa og hirt þaðan ýmsa muni, til að mynda buxur með belti og önnur verðmæti. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir að tilkynningin barst. Reyndist maðurinn þá vera búinn að klæða sig í umræddar buxur. Þar að auki fundust í fórum hans munirnir sem sundlaugargestir söknuðu. Maðurinn var fluttur rakleiðis í fangaklefa og segir lögreglan að reynt verði að koma mununum til réttmætra eigenda sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg önnur horn að líta í nótt. Til að mynda hrasaði draugfullur maður í strætisvagni í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann hlaut vænan skurð á höfuðið. Var því fátt annað í stöðunni en að flytja manninn, í sjúkrabifreið, á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Þar að auki voru fjórir ungir veggjakrotarar stöðvaðir í undirgöngum við Fjallkonuveg á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þrír náðu að hlaupa á brott en sá fjórði komst ekki undan og verður hann kærður fyrir eignaspjöll. Þar að auki var veggjakrotsbúnaðurinn tekinn af honum. Um svipað leyti var vímaður maður handtekinn í Tryggvagötu eftir að hann hafði gengið þar berserksgang. Er hann sagður ítrekað hafa verið til vandræða; skemmt hluti sem á vegi hans urðu og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Því var hann fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Lögreglumál Sundlaugar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Bíræfinn þjófur lét greipar sópa í sundlaug Vesturbæjar í gær. Maðurinn er sagður hafa gengið á milli fataskápa og hirt þaðan ýmsa muni, til að mynda buxur með belti og önnur verðmæti. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir að tilkynningin barst. Reyndist maðurinn þá vera búinn að klæða sig í umræddar buxur. Þar að auki fundust í fórum hans munirnir sem sundlaugargestir söknuðu. Maðurinn var fluttur rakleiðis í fangaklefa og segir lögreglan að reynt verði að koma mununum til réttmætra eigenda sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg önnur horn að líta í nótt. Til að mynda hrasaði draugfullur maður í strætisvagni í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann hlaut vænan skurð á höfuðið. Var því fátt annað í stöðunni en að flytja manninn, í sjúkrabifreið, á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Þar að auki voru fjórir ungir veggjakrotarar stöðvaðir í undirgöngum við Fjallkonuveg á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þrír náðu að hlaupa á brott en sá fjórði komst ekki undan og verður hann kærður fyrir eignaspjöll. Þar að auki var veggjakrotsbúnaðurinn tekinn af honum. Um svipað leyti var vímaður maður handtekinn í Tryggvagötu eftir að hann hafði gengið þar berserksgang. Er hann sagður ítrekað hafa verið til vandræða; skemmt hluti sem á vegi hans urðu og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Því var hann fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna.
Lögreglumál Sundlaugar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira