Segir WOW hafa breytt draumafríinu í martröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 09:54 Heidi Gioia kvartar undan lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Skjáskot Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent