Segir WOW hafa breytt draumafríinu í martröð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 09:54 Heidi Gioia kvartar undan lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Skjáskot Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Heidi Gioia vandar WOW Air ekki kveðjurnar. Hún segir einfaldlega að flugfélagið hafi breytt draumaferðalaginu hennar um Evrópu í martröð. Það hafi tekið hana um þrjá sólarhringa að komast aftur heim til Bandaríkjanna eftir að hafa átt viðskipti við WOW. Í samtali við bandaríska miðilinn KMOV, sem þjónustar heimabyggð hennar, lýsir Gioia reynslu sinni af WOW. Hún hafi ætlað sér að fljúga með flugfélaginu frá Berlín heim til St. Louis þegar allt byrjaði að fara úr skorðum. Hún tekur reyndar aðeins dýpra í árinni - málið hafi í raun verið „hörmulegt.“ „Þar voru bara stöðugar tafir, tafir, tafir og þegar uppi var staðið höfðum við beðið í 12 til 13 klukkustundir,“ segir Gioia þegar hún er beðin um að rifja upp fyrsta sólarhring heimferðarinnar.Upplýsingaflæði ábótavant Þegar hún var loksins komin út í vélina sem átti að flytja hana til Bandaríkjanna fengu farþegar skilaboð um að þeir þyrftu að yfirgefa vélina og taka farangurinn með sér. Hófst þá önnur bið sem stóð yfir klukkustundum saman að sögn Gioia og að endingu hafi hún og maðurinn hennar gefist upp og ákveðið að leigja sér hótelherbergi - á eigin kostnað. Talið er að rekja megi rýminguna til bilunar í vélinni. Gioia kvartar yfir lélegu upplýsingaflæði frá WOW. Þegar hún hringdi í þjónustuver flugfélagsins hafi símtalið verið áframsent í símaver þar sem engin svör var að finna. „Eftir ótal símtöl vissu þau minna heldur en við,“ segir Gioia. Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu hlaut WOW lægstu einkunn allra þeirra flugfélaga sem könnun AirHelp tók til, þegar kemur að viðbrögðum við kvörtunum. Eftir mikið stapp fundu Gioia og eiginmaðurinn að lokum tengiflug í gegnum Ísland heim til Bandaríkjanna. Þangað voru þau komin um miðnætti á miðvikudag, eftir að hafa verið strandaglópar í Evrópu í um þrjá sólarhringa. Gioia segist hafa sent WOW kvörtun vegna málsins. Fyrstu viðbrögðin frá flugfélaginu hafi verið stöðluð þjónustukönnun þar sem farþegar voru spurðir hvort þeim hafi líkað flugið. Gioia stóð ekki á svörum. Nei, enda fór allt úr skorðum á ferðalagi hennar með WOW. Haft er eftir talsmanni WOW á vef KMOV að málið sé til skoðunar hjá fyrirtækinu. Frétt stöðvarinnar má sjá hér að neðan. Flugfélagið byrjaði að fljúga til St. Louis í maí síðastliðnum.KMOV.com
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28