Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Víkingur Ó. 0-1 | Ólsarar í undanúrslit Einar Sigurvinsson í Víkinni skrifar 18. júlí 2018 21:15 vísir/andri marinó Víkingur Ólafsvík vann 1-0 sigur Víking Reykjavík og tryggði sér um leið sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sigurmark Ólafsvíkinga skoraði Sasha Uriel Litwin Romero þegar aðeins ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Heimamenn í Víkingi Reykjavík byrjuðu leikinn af krafti. Á fyrstu mínútu fékk Halldór Smári hættulegt færi inn á teig Ólafsvíkinga eftir langt innkast og stuttu síðar fékk Nikolaj Hansen gott skallafæri eftir fyrirgjöf frá Davíð Erni. Það leit út fyrir að heimamenn ætluðu að valta yfir gestina en fleiri urðu færi fyrri hálfleiksins ekki, þrátt fyrir yfirburði Reykvíkinganna. Síðari hálfleikur var síðan enn tíðandaminni en fyrri hálfleikurinn. Hættulegasta færi heimamanna fékk Arnþór Ingi Kristinsson þegar hann skallaði boltann rétt framhjá markinu eftir langt innkast. Þegar flestir í stúkunni voru farnir að búa sig undir framlengingu náðu gestirnir hins vegar góðri skyndisókn. Zamorano rauk þá upp kantinn, lék á Halldór Smára og Sölva og lagði boltann fyrir markið. Þar var Sasha mættur og kláraði færið í autt markið. Lokatölur 1-0 fyrir gestunum úr Inkasso-deildinni og mæta þeir því Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.Af hverju vann Víkingur Ólafsvík leikinn? Þrátt fyrir að Víkingur Reykjavík hafi stjórnað leiknum framan af og haldið boltanum töluvert meira, gekk þeim illa að skapa sér færi. Gestirnir spiluðu góðan varnarleik og var því ein skyndisókn allt sem þeir þurftu til að klára leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Þeir Gonzalo Zamorano Leon og Sasha Uriel Litwin Romero eiga heiðurinn að flottustu sókn leiksins sem tryggði sigur gestanna. Einnig voru þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Michael Newberry að spila mjög vel fyrir gestina. Davíð Örn Atlason og Alex Freyr Hilmarsson voru manna bestir í liði Víkings Reykjavíkur og sköpuðu þá nokkur hættuleg færi.Hvað gekk illa? Víkingi Reykjavík gekk illa að gera sér einhvern mat úr sóknum sínum og skot þeirra markið voru nánast engin.Hvað gerist næst? Víkingur Reykjavík á erfiðan leik fyrir höndum en á sunnudaginn mæta þeir Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda. Næsti leikur Víkings Ólafsvíkur er heimaleikur gegn ÍR á sunnudaginn, en ÍR stendur í ströngu í fallbaráttu Inkasso-deildarinnar. Ejub: Vissum allan tímann hvað við vildumEjub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur.vísir/stefán„Bara gaman að vera kominn í undanúrslit. Að koma hingað og vinna úrvalsdeildarlið, þetta er bara frábær tilfinning,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir að lið hans sló Víking Reykjavík úr 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. „Mér fannst Víkingur Reykjavík vera betri í fyrri hálfleik, en samt fannst mér þeir ekki skapa nein færi. Í seinni hálfleik náðum við að laga hluti frá fyrri hálfleiknum. Mér fannst seinni hálfleikurinn vera þokkalega jafn.“ Ejub var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Mér fannst við spila vel taktíst. Við gerðum það sem þurfti að gera. Við vorum að vona að við myndum fá eina og eina skyndisókn og skora mark, sem gerðist hér í restina. Að hans mati var sigurinn fyllilega verðskuldaður. „Það finnst mér. Það er ekki alltaf sem liðið sem er meira með boltann vinnur leikinn. Við vorum vel skipulagðir og gáfum fá færi á okkur. Við vissum allan tímann hvað við vildum.“ Víkingur Ólafsvík spilaði gífurlega sterkan varnarleik og tókst heimamönnum frá Reykjavík varla að skapa sér í leiknum, hann segir sigurinn þó hafa verið liðsheildarinnar. „Ég er ekki bara ánægður með varnarlínuna, ég er ánægður með allt liðið.“ Víkingur Ólafsvík mætir Breiðablik í undanúrslitum og leggst sá leikur vel í Ejub. „Það er alltaf gaman að fara í Kópavoginn, er ekki grasið grænast þar? Við fáum bara góðan leik á grasinu og sjáum til hvað verður,“ sagði Ejub að lokum. Logi: Við erum ekki með neinar afsakanirLogi Ólafsson.vísr/bára„Það er náttúrlega bara áfall fyrir okkur að tapa þessum leik. Hérna á heimavelli í 8-liða úrslitum á móti liði sem er í næstu deild fyrir neðan okkur. Að við skulum ekki skapa færi og vinna leikinn, það er bara áfall,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í leikslok. Heimamönnum gekk illa að skapa sér færi í dag og segir Logi að þéttur varnarleikur gestanna hafi reynst þeim erfiður. „Þeir liggja mjög aftarlega, með fimm manna vörn og fjóra þar fyrir framan. Okkur tókst bara ekki að opna þá til þess að búa til færi. Við byrjum ágætlega þegar Nikolaj á skalla á markið, en síðan var það bara ekki sögunnar meir.“ „Þetta var held ég eina skotið sem þeir eiga á markið og það er þetta eina mark sem þeir skora. Það er út af fyrir sig mjög slæmt.“ Leikurinn í kvöld var sá þriðji hjá Víkingi Reykjavík á síðustu tíu dögum, en Logi vill ekki kenna þreytu um tapið í kvöld. „Ég ætla ekki að afsaka neitt í þessu sambandi. Við eigum bara að vera í það góðu ástandi að við eigum að klára verkefni eins og í dag. Við erum ekki með neinar afsakanir,“ sagði Logi að lokum. Íslenski boltinn
Víkingur Ólafsvík vann 1-0 sigur Víking Reykjavík og tryggði sér um leið sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sigurmark Ólafsvíkinga skoraði Sasha Uriel Litwin Romero þegar aðeins ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Heimamenn í Víkingi Reykjavík byrjuðu leikinn af krafti. Á fyrstu mínútu fékk Halldór Smári hættulegt færi inn á teig Ólafsvíkinga eftir langt innkast og stuttu síðar fékk Nikolaj Hansen gott skallafæri eftir fyrirgjöf frá Davíð Erni. Það leit út fyrir að heimamenn ætluðu að valta yfir gestina en fleiri urðu færi fyrri hálfleiksins ekki, þrátt fyrir yfirburði Reykvíkinganna. Síðari hálfleikur var síðan enn tíðandaminni en fyrri hálfleikurinn. Hættulegasta færi heimamanna fékk Arnþór Ingi Kristinsson þegar hann skallaði boltann rétt framhjá markinu eftir langt innkast. Þegar flestir í stúkunni voru farnir að búa sig undir framlengingu náðu gestirnir hins vegar góðri skyndisókn. Zamorano rauk þá upp kantinn, lék á Halldór Smára og Sölva og lagði boltann fyrir markið. Þar var Sasha mættur og kláraði færið í autt markið. Lokatölur 1-0 fyrir gestunum úr Inkasso-deildinni og mæta þeir því Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.Af hverju vann Víkingur Ólafsvík leikinn? Þrátt fyrir að Víkingur Reykjavík hafi stjórnað leiknum framan af og haldið boltanum töluvert meira, gekk þeim illa að skapa sér færi. Gestirnir spiluðu góðan varnarleik og var því ein skyndisókn allt sem þeir þurftu til að klára leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Þeir Gonzalo Zamorano Leon og Sasha Uriel Litwin Romero eiga heiðurinn að flottustu sókn leiksins sem tryggði sigur gestanna. Einnig voru þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Michael Newberry að spila mjög vel fyrir gestina. Davíð Örn Atlason og Alex Freyr Hilmarsson voru manna bestir í liði Víkings Reykjavíkur og sköpuðu þá nokkur hættuleg færi.Hvað gekk illa? Víkingi Reykjavík gekk illa að gera sér einhvern mat úr sóknum sínum og skot þeirra markið voru nánast engin.Hvað gerist næst? Víkingur Reykjavík á erfiðan leik fyrir höndum en á sunnudaginn mæta þeir Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda. Næsti leikur Víkings Ólafsvíkur er heimaleikur gegn ÍR á sunnudaginn, en ÍR stendur í ströngu í fallbaráttu Inkasso-deildarinnar. Ejub: Vissum allan tímann hvað við vildumEjub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur.vísir/stefán„Bara gaman að vera kominn í undanúrslit. Að koma hingað og vinna úrvalsdeildarlið, þetta er bara frábær tilfinning,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir að lið hans sló Víking Reykjavík úr 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. „Mér fannst Víkingur Reykjavík vera betri í fyrri hálfleik, en samt fannst mér þeir ekki skapa nein færi. Í seinni hálfleik náðum við að laga hluti frá fyrri hálfleiknum. Mér fannst seinni hálfleikurinn vera þokkalega jafn.“ Ejub var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Mér fannst við spila vel taktíst. Við gerðum það sem þurfti að gera. Við vorum að vona að við myndum fá eina og eina skyndisókn og skora mark, sem gerðist hér í restina. Að hans mati var sigurinn fyllilega verðskuldaður. „Það finnst mér. Það er ekki alltaf sem liðið sem er meira með boltann vinnur leikinn. Við vorum vel skipulagðir og gáfum fá færi á okkur. Við vissum allan tímann hvað við vildum.“ Víkingur Ólafsvík spilaði gífurlega sterkan varnarleik og tókst heimamönnum frá Reykjavík varla að skapa sér í leiknum, hann segir sigurinn þó hafa verið liðsheildarinnar. „Ég er ekki bara ánægður með varnarlínuna, ég er ánægður með allt liðið.“ Víkingur Ólafsvík mætir Breiðablik í undanúrslitum og leggst sá leikur vel í Ejub. „Það er alltaf gaman að fara í Kópavoginn, er ekki grasið grænast þar? Við fáum bara góðan leik á grasinu og sjáum til hvað verður,“ sagði Ejub að lokum. Logi: Við erum ekki með neinar afsakanirLogi Ólafsson.vísr/bára„Það er náttúrlega bara áfall fyrir okkur að tapa þessum leik. Hérna á heimavelli í 8-liða úrslitum á móti liði sem er í næstu deild fyrir neðan okkur. Að við skulum ekki skapa færi og vinna leikinn, það er bara áfall,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í leikslok. Heimamönnum gekk illa að skapa sér færi í dag og segir Logi að þéttur varnarleikur gestanna hafi reynst þeim erfiður. „Þeir liggja mjög aftarlega, með fimm manna vörn og fjóra þar fyrir framan. Okkur tókst bara ekki að opna þá til þess að búa til færi. Við byrjum ágætlega þegar Nikolaj á skalla á markið, en síðan var það bara ekki sögunnar meir.“ „Þetta var held ég eina skotið sem þeir eiga á markið og það er þetta eina mark sem þeir skora. Það er út af fyrir sig mjög slæmt.“ Leikurinn í kvöld var sá þriðji hjá Víkingi Reykjavík á síðustu tíu dögum, en Logi vill ekki kenna þreytu um tapið í kvöld. „Ég ætla ekki að afsaka neitt í þessu sambandi. Við eigum bara að vera í það góðu ástandi að við eigum að klára verkefni eins og í dag. Við erum ekki með neinar afsakanir,“ sagði Logi að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti