Bandarískur ISIS-liði í haldi Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 23:45 Sýrlenskir Kúrdar sitja uppi með hundruð erlendra vígamanna og þurfa sjálfir að borga fangelsun þeirra. Vísir/EPA Syrian Democratic Forces, sem leiddar eru af sýrlenskum Kúrdum og studdar af Bandaríkjunum, hafa handsamað bandarískan ISIS-liða í Sýrlandi. Ibraheem Musaibli, sem er 28 ára gamall, er einn af nokkrum tugum Bandaríkjamanna sem taldir eru hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Hann er talinn hafa ferðast til Sýrlands árið 2015. Musaibli var handsamaður í Efratdalnum fyrr í mánuðinum þar sem SDF vinnur að því að ná tökum á síðasta yfirráðasvæði ISIS í landinu.Samkvæmt umfjöllun New York Times er staðfest að 71 bandaríkjamaður hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar af eru minnst 24 látnir, 18 hafa verið handsamaðir eða hafa snúið aftur til Bandaríkjanna og ekkert er vitað um 29.Á einhverjum tímapunkti mun Musaibli hafa fengið nóg af verunni í Sýrlandi og vildi hann komast þaðan. Fjölskylda hans hafði samband við Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bauð honum far aftur til Bandaríkjanna í stað þess að hann gæfi sig fram. Musaibli neitaði. Yfirvöld Bandaríkjanna eru sögð vinna að því að flytja hann heim ásamt bandarískri konu sem gekkst til liðs við samtökin og ákæra þau. Það hefur þó erfitt að ákæra fyrrverandi ISIS-liða vegna skorts á sönnungargögnum gegn þeim. Bretar, Frakkar og aðrar þjóðir hafa til dæmis neitað að taka á móti fjölmörgum ríkisborgurum sínum sem börðust fyrir Íslamska ríkið af ótta við að þurfa að sleppa þeim lausum. Sýrlenskir Kúrdar sitja því uppi með hundruð erlendra vígamanna og þurfa sjálfir að borga fangelsun þeirra. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Syrian Democratic Forces, sem leiddar eru af sýrlenskum Kúrdum og studdar af Bandaríkjunum, hafa handsamað bandarískan ISIS-liða í Sýrlandi. Ibraheem Musaibli, sem er 28 ára gamall, er einn af nokkrum tugum Bandaríkjamanna sem taldir eru hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Hann er talinn hafa ferðast til Sýrlands árið 2015. Musaibli var handsamaður í Efratdalnum fyrr í mánuðinum þar sem SDF vinnur að því að ná tökum á síðasta yfirráðasvæði ISIS í landinu.Samkvæmt umfjöllun New York Times er staðfest að 71 bandaríkjamaður hafi gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar af eru minnst 24 látnir, 18 hafa verið handsamaðir eða hafa snúið aftur til Bandaríkjanna og ekkert er vitað um 29.Á einhverjum tímapunkti mun Musaibli hafa fengið nóg af verunni í Sýrlandi og vildi hann komast þaðan. Fjölskylda hans hafði samband við Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bauð honum far aftur til Bandaríkjanna í stað þess að hann gæfi sig fram. Musaibli neitaði. Yfirvöld Bandaríkjanna eru sögð vinna að því að flytja hann heim ásamt bandarískri konu sem gekkst til liðs við samtökin og ákæra þau. Það hefur þó erfitt að ákæra fyrrverandi ISIS-liða vegna skorts á sönnungargögnum gegn þeim. Bretar, Frakkar og aðrar þjóðir hafa til dæmis neitað að taka á móti fjölmörgum ríkisborgurum sínum sem börðust fyrir Íslamska ríkið af ótta við að þurfa að sleppa þeim lausum. Sýrlenskir Kúrdar sitja því uppi með hundruð erlendra vígamanna og þurfa sjálfir að borga fangelsun þeirra.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira