Laun voru óvart dregin af starfsmönnum Vínbúðanna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Á sjötta hundrað starfsmanna vinna hjá ÁTVR við hin ýmsu störf. Fréttablaðið/GVA Mistök urðu við útborgun launa hjá Vínbúðunum fyrir helgi sem ollu því að nokkrir starfsmenn sem eru í viðskiptum við Arion banka fengu ekki laun heldur var launaupphæðin dregin af þeim. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og okkur þykir þetta mjög miður,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Ástæðuna má rekja til þess að fyrir helgi urðu ÁTVR á mistök við útreikning launa og rangur launabunki var sendur Íslandsbanka, viðskiptabanka ÁTVR, sem greiðir út launin til starfsfólks. Fljótlega varð stjórnendum ljóst að launin höfðu ekki verið greidd rétt út og voru þau því bakfærð. Hluti starfsmanna fékk svo launin rétt greidd inn á sinn launareikning.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, 2016Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru í viðskiptum við Arion banka, lentu aftur á móti í þeim leiðu mistökum að laun þeirra voru bakfærð í tvígang og ekki gekk að leiðrétta þau. „Það fer frá okkur röng færsla til bankans og leiðrétting fer í gang stuttu síðar. Hins vegar tekst ekki að leiðrétta hjá hluta þeirra sem fengu laun. Af þeim 530 starfsmönnum sem fá greidd laun frá okkur lenda 40 starfsmenn í þessum mistökum,“ segir Sigrún Ósk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þetta illa við nokkra starfsmenn Vínbúðanna. Starfsmenn sem vildu ekki ræða þetta undir nafni segja að fyrirtækið hafi reynt allt hvað það gerði til að leiðrétta mistökin en án árangurs. Einhverjir starfsmenn hafi því lent í mínus í bankanum vegna þessa. Þó að Vínbúðin þurfi ekki að greiða laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar hefur fyrirtækið alltaf viljað gera vel við sína starfsmenn með því að greiða út fyrir helgi ef nýr mánuður rennur upp um helgi. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og við höfum verið í sambandi við okkar starfsfólk. Þetta eru leiðinleg mistök. Við verðum í sambandi við þá einstaklinga strax í bítið til að leysa þetta fljótt og örugglega í samstarfi við starfsfólk. Margir fengu laun greidd en hluti fékk þau ekki,“ bætir Sigrún Ósk við. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Mistök urðu við útborgun launa hjá Vínbúðunum fyrir helgi sem ollu því að nokkrir starfsmenn sem eru í viðskiptum við Arion banka fengu ekki laun heldur var launaupphæðin dregin af þeim. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og okkur þykir þetta mjög miður,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Ástæðuna má rekja til þess að fyrir helgi urðu ÁTVR á mistök við útreikning launa og rangur launabunki var sendur Íslandsbanka, viðskiptabanka ÁTVR, sem greiðir út launin til starfsfólks. Fljótlega varð stjórnendum ljóst að launin höfðu ekki verið greidd rétt út og voru þau því bakfærð. Hluti starfsmanna fékk svo launin rétt greidd inn á sinn launareikning.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, 2016Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru í viðskiptum við Arion banka, lentu aftur á móti í þeim leiðu mistökum að laun þeirra voru bakfærð í tvígang og ekki gekk að leiðrétta þau. „Það fer frá okkur röng færsla til bankans og leiðrétting fer í gang stuttu síðar. Hins vegar tekst ekki að leiðrétta hjá hluta þeirra sem fengu laun. Af þeim 530 starfsmönnum sem fá greidd laun frá okkur lenda 40 starfsmenn í þessum mistökum,“ segir Sigrún Ósk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þetta illa við nokkra starfsmenn Vínbúðanna. Starfsmenn sem vildu ekki ræða þetta undir nafni segja að fyrirtækið hafi reynt allt hvað það gerði til að leiðrétta mistökin en án árangurs. Einhverjir starfsmenn hafi því lent í mínus í bankanum vegna þessa. Þó að Vínbúðin þurfi ekki að greiða laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar hefur fyrirtækið alltaf viljað gera vel við sína starfsmenn með því að greiða út fyrir helgi ef nýr mánuður rennur upp um helgi. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og við höfum verið í sambandi við okkar starfsfólk. Þetta eru leiðinleg mistök. Við verðum í sambandi við þá einstaklinga strax í bítið til að leysa þetta fljótt og örugglega í samstarfi við starfsfólk. Margir fengu laun greidd en hluti fékk þau ekki,“ bætir Sigrún Ósk við.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira