Laun voru óvart dregin af starfsmönnum Vínbúðanna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Á sjötta hundrað starfsmanna vinna hjá ÁTVR við hin ýmsu störf. Fréttablaðið/GVA Mistök urðu við útborgun launa hjá Vínbúðunum fyrir helgi sem ollu því að nokkrir starfsmenn sem eru í viðskiptum við Arion banka fengu ekki laun heldur var launaupphæðin dregin af þeim. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og okkur þykir þetta mjög miður,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Ástæðuna má rekja til þess að fyrir helgi urðu ÁTVR á mistök við útreikning launa og rangur launabunki var sendur Íslandsbanka, viðskiptabanka ÁTVR, sem greiðir út launin til starfsfólks. Fljótlega varð stjórnendum ljóst að launin höfðu ekki verið greidd rétt út og voru þau því bakfærð. Hluti starfsmanna fékk svo launin rétt greidd inn á sinn launareikning.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, 2016Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru í viðskiptum við Arion banka, lentu aftur á móti í þeim leiðu mistökum að laun þeirra voru bakfærð í tvígang og ekki gekk að leiðrétta þau. „Það fer frá okkur röng færsla til bankans og leiðrétting fer í gang stuttu síðar. Hins vegar tekst ekki að leiðrétta hjá hluta þeirra sem fengu laun. Af þeim 530 starfsmönnum sem fá greidd laun frá okkur lenda 40 starfsmenn í þessum mistökum,“ segir Sigrún Ósk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þetta illa við nokkra starfsmenn Vínbúðanna. Starfsmenn sem vildu ekki ræða þetta undir nafni segja að fyrirtækið hafi reynt allt hvað það gerði til að leiðrétta mistökin en án árangurs. Einhverjir starfsmenn hafi því lent í mínus í bankanum vegna þessa. Þó að Vínbúðin þurfi ekki að greiða laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar hefur fyrirtækið alltaf viljað gera vel við sína starfsmenn með því að greiða út fyrir helgi ef nýr mánuður rennur upp um helgi. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og við höfum verið í sambandi við okkar starfsfólk. Þetta eru leiðinleg mistök. Við verðum í sambandi við þá einstaklinga strax í bítið til að leysa þetta fljótt og örugglega í samstarfi við starfsfólk. Margir fengu laun greidd en hluti fékk þau ekki,“ bætir Sigrún Ósk við. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Mistök urðu við útborgun launa hjá Vínbúðunum fyrir helgi sem ollu því að nokkrir starfsmenn sem eru í viðskiptum við Arion banka fengu ekki laun heldur var launaupphæðin dregin af þeim. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og okkur þykir þetta mjög miður,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Ástæðuna má rekja til þess að fyrir helgi urðu ÁTVR á mistök við útreikning launa og rangur launabunki var sendur Íslandsbanka, viðskiptabanka ÁTVR, sem greiðir út launin til starfsfólks. Fljótlega varð stjórnendum ljóst að launin höfðu ekki verið greidd rétt út og voru þau því bakfærð. Hluti starfsmanna fékk svo launin rétt greidd inn á sinn launareikning.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, 2016Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru í viðskiptum við Arion banka, lentu aftur á móti í þeim leiðu mistökum að laun þeirra voru bakfærð í tvígang og ekki gekk að leiðrétta þau. „Það fer frá okkur röng færsla til bankans og leiðrétting fer í gang stuttu síðar. Hins vegar tekst ekki að leiðrétta hjá hluta þeirra sem fengu laun. Af þeim 530 starfsmönnum sem fá greidd laun frá okkur lenda 40 starfsmenn í þessum mistökum,“ segir Sigrún Ósk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þetta illa við nokkra starfsmenn Vínbúðanna. Starfsmenn sem vildu ekki ræða þetta undir nafni segja að fyrirtækið hafi reynt allt hvað það gerði til að leiðrétta mistökin en án árangurs. Einhverjir starfsmenn hafi því lent í mínus í bankanum vegna þessa. Þó að Vínbúðin þurfi ekki að greiða laun fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar hefur fyrirtækið alltaf viljað gera vel við sína starfsmenn með því að greiða út fyrir helgi ef nýr mánuður rennur upp um helgi. „Auðvitað veldur þetta óþægindum og við höfum verið í sambandi við okkar starfsfólk. Þetta eru leiðinleg mistök. Við verðum í sambandi við þá einstaklinga strax í bítið til að leysa þetta fljótt og örugglega í samstarfi við starfsfólk. Margir fengu laun greidd en hluti fékk þau ekki,“ bætir Sigrún Ósk við.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira