Segir ólykt af FRET-frumvarpi forsetans Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 06:22 Það blæs um Donald Trump og eiginkonu hans Melaniu. Vísir/getty Fregnir af því að Donald Trump hafi í hyggju að draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og innleiða þess í stað nýja löggjöf hafa vakið töluverða kátínu. Úrsögnin sjálf telst þó ekkert sérstaklega fyndin - þvert á móti telja margir að hún gæti haft neikvæð áhrif á bandarískan efnahag - heldur er það nafn hinnar nýrru löggjafar sem kveikt hefur í netverjum.Vefsíðan Axios greindi frá því að hún hefði undir höndum uppkast að nýju löggjöfinni, sem fengið hefði nafnið Fair and Reciprocal Tariff Act, sem í lauslegri og lélegri þýðingu blaðamanns væri Frjálsari, Réttlátari og Endurgjaldandi Tollalöggjöfin. Nafnið sjálft telst harla hefðbundið vestanhafs - en skammstöfun löggjafarinnar er þó sögð einstaklega óheppileg: FART, eða FRET á íslensku. Löggjöfin, sem sögð er fela í sér fyrrnefnda úrsögn ásamt heimild fyrir forsetann til að setja og afnema tolla eftir eigin höfði - án þess að bera þá undir þingið - myndi gjörbreyta stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðaviðskiptanna. Hinn skammlífi talsmaður Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, segir þannig að innleiðing löggjafarinnar myndi bitna á bandarískum neytendum. Hann hvetur fyrrverandi vinnuveitendur sína til að hverfa frá vegferð sinni í efnahagsmálum - sem einkennist af einangrunarhyggju og tollahækkunum. Hann, rétt eins og hundruð annarra netverja, getur heldur ekki hamið sig við að grínast með nafngift löggjafarinnar. Hann segir einfaldlega að það sé „ólykt“ af henni.WTO has its flaws, but the “United States Fair and Reciprocal Tariff Act," aka the U.S. FART Act, stinks. American consumers pay for tariffs. Time to switch tactics. https://t.co/OfyOFA1neU— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 2, 2018 Tvennt er þó ennþá óljóst. Tilvist frumvarpsins hefur ekki verið staðfest af Hvíta húsinu og því kann þetta brandaraupphlaup að vera tilefnislaust. Eðli málsins samkvæmt liggur því ekkert fyrir um nákvæm efnisatriði frumvarpsins. Að sama skapi er ekki vitað hvort, ef frumvarpið er raunverulegt, að skammstöfunin sé tilviljun eða útpæld. Þetta mun líklega ráðast á næstu dögum. Þangað til geta netverjar nýtt tækifærið og búið til margvíslega og misgóða prumpubrandara.As an editor who writes some headlines at the NY Post can I just say I'm really psyched about the FART Act— Seth Mandel (@SethAMandel) July 2, 2018 i'm trying to pass a fart act over here too if you know what i'm saying https://t.co/BPjtMjpvZx— LB classic [balmy]: (@LydiaBurrell) July 2, 2018 excited for the fart act gamble to go wrong and leave skid marks in congress— Kilgore Trout (@KT_So_It_Goes) July 2, 2018 The POTUS would like, for a start,More power to rip trade apart,Reported the pressUpon its successIn catching a draft of his FART.— Limericking (@Limericking) July 2, 2018 BREAKING: Wind. #FartAct— The Gaf (@thegaf) July 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Fregnir af því að Donald Trump hafi í hyggju að draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og innleiða þess í stað nýja löggjöf hafa vakið töluverða kátínu. Úrsögnin sjálf telst þó ekkert sérstaklega fyndin - þvert á móti telja margir að hún gæti haft neikvæð áhrif á bandarískan efnahag - heldur er það nafn hinnar nýrru löggjafar sem kveikt hefur í netverjum.Vefsíðan Axios greindi frá því að hún hefði undir höndum uppkast að nýju löggjöfinni, sem fengið hefði nafnið Fair and Reciprocal Tariff Act, sem í lauslegri og lélegri þýðingu blaðamanns væri Frjálsari, Réttlátari og Endurgjaldandi Tollalöggjöfin. Nafnið sjálft telst harla hefðbundið vestanhafs - en skammstöfun löggjafarinnar er þó sögð einstaklega óheppileg: FART, eða FRET á íslensku. Löggjöfin, sem sögð er fela í sér fyrrnefnda úrsögn ásamt heimild fyrir forsetann til að setja og afnema tolla eftir eigin höfði - án þess að bera þá undir þingið - myndi gjörbreyta stöðu Bandaríkjanna innan alþjóðaviðskiptanna. Hinn skammlífi talsmaður Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, segir þannig að innleiðing löggjafarinnar myndi bitna á bandarískum neytendum. Hann hvetur fyrrverandi vinnuveitendur sína til að hverfa frá vegferð sinni í efnahagsmálum - sem einkennist af einangrunarhyggju og tollahækkunum. Hann, rétt eins og hundruð annarra netverja, getur heldur ekki hamið sig við að grínast með nafngift löggjafarinnar. Hann segir einfaldlega að það sé „ólykt“ af henni.WTO has its flaws, but the “United States Fair and Reciprocal Tariff Act," aka the U.S. FART Act, stinks. American consumers pay for tariffs. Time to switch tactics. https://t.co/OfyOFA1neU— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 2, 2018 Tvennt er þó ennþá óljóst. Tilvist frumvarpsins hefur ekki verið staðfest af Hvíta húsinu og því kann þetta brandaraupphlaup að vera tilefnislaust. Eðli málsins samkvæmt liggur því ekkert fyrir um nákvæm efnisatriði frumvarpsins. Að sama skapi er ekki vitað hvort, ef frumvarpið er raunverulegt, að skammstöfunin sé tilviljun eða útpæld. Þetta mun líklega ráðast á næstu dögum. Þangað til geta netverjar nýtt tækifærið og búið til margvíslega og misgóða prumpubrandara.As an editor who writes some headlines at the NY Post can I just say I'm really psyched about the FART Act— Seth Mandel (@SethAMandel) July 2, 2018 i'm trying to pass a fart act over here too if you know what i'm saying https://t.co/BPjtMjpvZx— LB classic [balmy]: (@LydiaBurrell) July 2, 2018 excited for the fart act gamble to go wrong and leave skid marks in congress— Kilgore Trout (@KT_So_It_Goes) July 2, 2018 The POTUS would like, for a start,More power to rip trade apart,Reported the pressUpon its successIn catching a draft of his FART.— Limericking (@Limericking) July 2, 2018 BREAKING: Wind. #FartAct— The Gaf (@thegaf) July 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17 Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Bandaríkjaforseti hefur hótað allt að 25% verndartollum á innflutta bíla. 27. júní 2018 20:17
Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00