Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 13:35 Ættingjar drengjanna voru himinlifandi þegar fregnir bárust af því að þeir hefðu fundist á lífi í hellinum Vísir/Getty Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46