Körfubolti

ESPN mælir með því að fylgjast með Tryggva í Sumardeild NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí.

Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni.

Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu.

Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason.

Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.





Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu.  

Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu.

Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum.

Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag.

Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum.

„Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva.  Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×