ESPN mælir með því að fylgjast með Tryggva í Sumardeild NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 22:30 Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí. Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni. Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.New on ESPN with @kpelton: Team by team look at which players to watch during Vegas Summer League. https://t.co/te5FEqH3j3 — Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) July 5, 2018 Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu. Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu. Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag. Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva. Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí. Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni. Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.New on ESPN with @kpelton: Team by team look at which players to watch during Vegas Summer League. https://t.co/te5FEqH3j3 — Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) July 5, 2018 Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu. Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu. Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag. Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva. Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira