Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. júní 2018 07:00 Alþjóðadagur flóttamanna er í dag og af því tilefni býður Rauði krossinn í bíó. Rauði krossinn „Þetta er dagur sem ætlað er að vekja athygli á stöðu flóttafólks í heiminum. Við hjá Rauða krossinum, vegna þess að við erum mikið að velta stöðu flóttafólks fyrir okkur og aðstoða það og annað, höfum ákveðið að sýna tvær myndir um flóttafólk í tilefni dagsins,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Myndirnar verða sýndar í Bíói Paradís, það er ókeypis inn á sýningarnar og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Rauði krossinn býður upp á þessar sýningar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Myndirnar sem sýndar verða eru annars vegar Sea of Sorrow Sea of Hope og hins vegar Je n’aime plus la mer. „Sea of Sorrow Sea of Hope fjallar um konu sem er flóttamaður og hennar sögu, hvernig hún verður viðskila við börnin sín. Hin er sögð út frá sjónarhóli barna sem eru á flótta. Þau eru frá ýmsum löndum og eru komin til Belgíu – þar er fjallað um hvernig þau ná að fóta sig þar sem þau eru allt í einu komin í nýtt land eftir að hafa þurft að flýja stríð. Þetta er gríðarlega áríðandi umfjöllunarefni vegna þess að það hafa aldrei verið fleiri á flótta í heiminum. En þó að þetta sé alvarlegt umfjöllunarefni verður líka boðið upp á arabískan mat, það verða hljóðfæraleikarar hér úr röðum flóttafólks á Íslandi þannig að það verður létt stemming líka.“ Einnig verður hægt að skoða ljósmyndasýninguna Bið/The Wait sem verður sett upp í anddyri bíósins og taka þátt í umræðum um myndirnar eftir sýningu. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og hefjast leikar klukkan hálf átta í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Flóttamenn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Þetta er dagur sem ætlað er að vekja athygli á stöðu flóttafólks í heiminum. Við hjá Rauða krossinum, vegna þess að við erum mikið að velta stöðu flóttafólks fyrir okkur og aðstoða það og annað, höfum ákveðið að sýna tvær myndir um flóttafólk í tilefni dagsins,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Myndirnar verða sýndar í Bíói Paradís, það er ókeypis inn á sýningarnar og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Rauði krossinn býður upp á þessar sýningar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Myndirnar sem sýndar verða eru annars vegar Sea of Sorrow Sea of Hope og hins vegar Je n’aime plus la mer. „Sea of Sorrow Sea of Hope fjallar um konu sem er flóttamaður og hennar sögu, hvernig hún verður viðskila við börnin sín. Hin er sögð út frá sjónarhóli barna sem eru á flótta. Þau eru frá ýmsum löndum og eru komin til Belgíu – þar er fjallað um hvernig þau ná að fóta sig þar sem þau eru allt í einu komin í nýtt land eftir að hafa þurft að flýja stríð. Þetta er gríðarlega áríðandi umfjöllunarefni vegna þess að það hafa aldrei verið fleiri á flótta í heiminum. En þó að þetta sé alvarlegt umfjöllunarefni verður líka boðið upp á arabískan mat, það verða hljóðfæraleikarar hér úr röðum flóttafólks á Íslandi þannig að það verður létt stemming líka.“ Einnig verður hægt að skoða ljósmyndasýninguna Bið/The Wait sem verður sett upp í anddyri bíósins og taka þátt í umræðum um myndirnar eftir sýningu. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og hefjast leikar klukkan hálf átta í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Flóttamenn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira