Kári Arnór fær 24 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2018 15:43 Kári Arnór var framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni 24 milljónir í bætur vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp störfum í apríl 2016 í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna. Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok. Dómur í héraðsdómi vegna málsins féll í nóvember á síðasta ári en lífeyrissjóðurinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Uppfært kl. 17:24. Stapi lífeyrissjóður sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segjast þeir hafa ráðfært sig við þrjá lögmenn vegna málsins og töldur þeir allir að Kári hafi fyrirgert rétti sínum til launa. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan.Hæstiréttur Íslands hefur nú kveðið upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóði gegn Kára Arnóri Kárasyni, fyrrum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.Í málinu var deilt um rétt fráfarandi framkvæmdastjóra á launum á uppsagnarfresti sem hann vann ekki. Hann hafði í framhaldi af opinberri umfjöllun á Panamaskjölum, þar sem hann var sagður eigandi tveggja félaga, sent frá sér yfirlýsingu á vefsíðu sjóðsins um ákvörðun sína að hætta störfum hjá sjóðnum. Hann hefði óskað eftir samráði við stjórn um fyrirkomulag starfsloka sinna. Stjórn sjóðsins samþykkti í kjölfar yfirlýsingarinnar að starfslok hans yrðu tafarlaus og að ekki yrðu greidd laun á uppsagnarfresti. Í kjölfarið hafði stjórnin leitað til þriggja lögmanna og aflað sér álita þeirra og töldu þeir allir framkvæmdastjórann hafa fyrirgert rétti sínum til launa. Héraðsdómur gekk í málinu 8. nóvember 2017. Þar var fallist á kröfur Kára um að honum bæri réttur til launa út uppsagnarfrest. Því máli áfrýjaði lífeyrissjóðurinn til Hæstaréttar, sem nú hefur staðfest dóm héraðsdóms um að sjóðnum beri að greiða fráfarandi framkvæmdastjóra 12 mánaða laun í uppsagnarfresti.Með dóminum er lokið ágreiningi aðila um skyldur sjóðsins gagnvart fráfarandi framkvæmdastjóra, ágreiningi sem stjórn sjóðsins taldi nauðsynlegt að leita með til dómstóla, þar sem alls ekki væri sjálfsagt að greiða honum umkrafin laun. Þótt fyrir lægi ráðningarsamningur þar sem samið var um 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest milli aðila taldi stjórnin að framkvæmdastjóri gæti ekki einhliða, fyrirvaralaust og án nokkurs samkomulags við stjórn sjóðsins, látið af störfum og haldið samt launum út uppsagnarfrest. Líta yrði til þess að stjórn sjóðsins yrði að gæta hagsmuna sjóðfélaga við ráðstöfun fjár og þess að fara að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða. Það var hins vegar mat Hæstaréttar að sjóðnum beri að greiða honum laun út uppsagnarfrest. Þar sem sú niðurstaða liggur fyrir er nú ljóst hverjar skyldur stjórnarinnar eru.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00 Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21 Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hætti vegna Panamaskjala en vill laun Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 24. apríl 2017 07:00
Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 15:21
Töldu Kára fyrirgera rétti sínum á launuðum uppsagnarfresti Stapi hefur verið dæmdur til að greiða Kára Arnóri, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans. 16. nóvember 2017 18:59