Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 10:42 Alonso vakti mikla lukku í Bandaríkjunum þegar hann tók þátt í Indy 500 í fyrra. Vísir/Getty Spænski fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso er nú sagður íhuga framtíð sína í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum á dögunum. Alonso gæti mögulega snúið sér að kappakstri í Bandaríkjunum til að auka möguleika sína á sigri í Indy 500-kappakstrinum. Monaco, Le Mans og Indianapolis 500 eru þrír stærstu kappakstrar heims. Eftir sigurinn í Frakklandi fyrr í þessum mánuði skortir Alonso nú aðeins sigur í Indy 500 til þess að fullkomna safnið. Graham Hill heitinn er eini ökuþórinn sem hefur unnið alla kappakstrana þrjá. Alonso tók sér hlé frá Monaco-kappakstrinum í fyrra og reyndi fyrir sér í kappakstrinum sögufræga í Indianapolis. Hann var á meðal efstu manna allt þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig seint í keppninni. „Ég geri upp hug minn eftir sumarið um hvað ég ætla að gera á næsta ári, en eftir sigur á Le Mans kemur Indy inn í myndina sem stórt forgangsmál. Sjáum til hvort það verði á næsta ári eða þarnæsta. Sjáum til hver framtíð Formúlu 1 verður,“ sagði Alonso eftir sigurinn á Le Mans. Alonso er orðinn 37 ára gamall en honum hefur orðið lítt áleiðis með McLaren-liðinu í Formúlu 1 síðustu árin. Á blaðamannafundi fyrir franska kappaksturinn um helgina útilokaði Alonso ekki að söðla um og skipta alfarið yfir í Indycar-mótaröðina vestanhafs á næsta ári. Formúla Tengdar fréttir Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30 Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spænski fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso er nú sagður íhuga framtíð sína í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum á dögunum. Alonso gæti mögulega snúið sér að kappakstri í Bandaríkjunum til að auka möguleika sína á sigri í Indy 500-kappakstrinum. Monaco, Le Mans og Indianapolis 500 eru þrír stærstu kappakstrar heims. Eftir sigurinn í Frakklandi fyrr í þessum mánuði skortir Alonso nú aðeins sigur í Indy 500 til þess að fullkomna safnið. Graham Hill heitinn er eini ökuþórinn sem hefur unnið alla kappakstrana þrjá. Alonso tók sér hlé frá Monaco-kappakstrinum í fyrra og reyndi fyrir sér í kappakstrinum sögufræga í Indianapolis. Hann var á meðal efstu manna allt þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig seint í keppninni. „Ég geri upp hug minn eftir sumarið um hvað ég ætla að gera á næsta ári, en eftir sigur á Le Mans kemur Indy inn í myndina sem stórt forgangsmál. Sjáum til hvort það verði á næsta ári eða þarnæsta. Sjáum til hver framtíð Formúlu 1 verður,“ sagði Alonso eftir sigurinn á Le Mans. Alonso er orðinn 37 ára gamall en honum hefur orðið lítt áleiðis með McLaren-liðinu í Formúlu 1 síðustu árin. Á blaðamannafundi fyrir franska kappaksturinn um helgina útilokaði Alonso ekki að söðla um og skipta alfarið yfir í Indycar-mótaröðina vestanhafs á næsta ári.
Formúla Tengdar fréttir Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30 Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30
Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00