Lífið

Heimsins ljótasti hundur krýndur í Kaliforníu

Bergþór Másson skrifar
Zsa Zsa, sá allra ljótasti.
Zsa Zsa, sá allra ljótasti. Vísir/AP
Keppnin um heimsins ljótasta hund var haldin í Kaliforniu í gær í þrítugasta skipti. Enski bolabíturinn Zsa Zsa hreppti hnossið í þetta skipti.

Í verðlaun fær Zsa Zsa og eigandi hennar, Megan Brainard, 1.500 Bandaríkjadali, sem samsvarar 163.335 íslenskum krónum, ásamt risastórum bikar og flugi til New York, þar sem þau koma fram í spjallþættinum „Today Show.“

Keppnin er haldin árlega í Petaluma, Kaliforníu.

Talsmenn keppninnar segja hana snúast um hvetja fólk til þess að dýrka og dá öll dýr óháð útliti þeirra.

Hér má síðan líta á tvo fyrrum keppendur.

Boolah, keppandi árið 2016.Vísir / Getty
Andre, keppandi árið 2015.Vísir / Getty

Tengdar fréttir

Peanut krýndur ljótasti hundur í heimi

Að sögn viðstaddra bar hann höfuð og herðar yfir alla aðra keppendur. Hundurinn Quasi Modo þótti sigurstranglegur en fékk hann þó einungis 671 atkvæði á meðan Peanut fékk 1.795 atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×