Nálægt því að eignast Marks & Spencer Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júní 2018 08:00 Philip Green er Íslendingum ekki alls ókunnur. Hann var meðal annars sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Sú málaleitan bar hins vegar ekki árangur. Vísir/EPA Breski auðjöfurinn sir Philip Green, sem er gjarnan kenndur við fjárfestingarfélagið Arcadia sem á og rekur meðal annars verslanirnar Dorothy Perkins, Miss Selfridge og Topshop, er sagður í nýrri bók hafa verið mun nær því en áður hefur verið talið að eignast Marks & Spencer árið 2004. Baráttan um verslanakeðjuna, sem var á þeim tíma ein sú arðbærasta í Bretlandi, tók á sig reyfarakennda mynd, þar sem Green var í aðalhlutverki, en að lokum þurfti auðjöfurinn skrautlegi að lúta í lægra haldi. Hann féll frá yfirtökutilboði sínu eftir að hafa talið sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. Í nýrri bók, Damaged Goods eftir Oliver Shah, viðskiptaritstjóra Sunday Times, er því hins vegar haldið fram að Green hafi ekki haft minnstu hugmynd um hve nálægt hann var því að eignast verslanakeðjuna. Talið er að Green hafi boðið allt að 400 pens á hlut fyrir Marks & Spencer áður en hann féll frá tilboði sínu í júlímánuði 2004. Til samanburðar var keðjan metin á um 290 pens á hlut áður en Green hóf yfirtökutilraunir sínar.Drög að tveimur tilkynningum Í bókinni, sem kemur út í Bretlandi á morgun, er því lýst hve „skelkaður“ Andrew Grant, þáverandi forstjóri Tulchan, almannatengslafyrirtækis Marks & Spencer, varð þegar hann mætti of seint á stjórnarfund keðjunnar, þar sem taka átti afstöðu til yfirtökutilboðs Greens, og komst að því að drög hefðu verið skrifuð að tveimur fréttatilkynningum. Í annarri þeirra kom fram að stjórnin hefði samþykkt tilboðið. Nokkrir stjórnarmenn, þar á meðal Charles Wilson, hægri hönd Stuarts Rose, sem hafði nokkrum vikum áður verið ráðinn forstjóri, einkum til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstur verslanakeðjunnar og hindra þannig yfirtöku Greens, sögðust á fundinum telja óhugsandi að fá hærra verð fyrir keðjuna en 400 pens á hlut, að því er segir í bókinni. „Þegar langt var liðið á fundinn fékk Grant símtal frá Kate Rankine, aðstoðarritstjóra viðskiptafrétta Daily Telegraph. Rose bað hann um að hunsa hana og segja henni að afstaða stjórnarinnar hefði ekki breyst,“ segir Shah. Stjórnin væri enn andsnúin yfirtökunni.„Rankine, sem þekkti bæði Green og Rose vel, hringdi umsvifalaust í Green og bar honum fregnirnar. Stjórn Marks & Spencer hélt áfram að rífast um málið. Klukkan hálf níu að kveldi leit Robert Swannell, einn af bankamönnum verslanakeðjunnar, sem var viðstaddur fundinn, á BlackBerry-síma sinn og sagði: „Þetta er búið spil.“ Green hafði hætt við kaupin.“ Skilaboðin frá Rankine virðast hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Green, að sögn Shah. Green fór á næstu dögum eftir stjórnarfundinn hörðum orðum um vinnubrögð stjórnarinnar og sagði þau „skelfileg“. Hann hélt því fram að hann hefði aldrei átt möguleika á því að eignast verslanakeðjuna. Þó svo að meirihluti hluthafa hefði stutt tilboðið hefði stjórnin gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að koma í veg fyrir yfirtökuna. Af frásögn Shahs er hins vegar ljóst að Green var mun nær því að hljóta samþykki stjórnarinnar en hann og aðrir, svo sem fjárfestar og greinendur, hafa hingað til talið.Sakaður um eineltistilburði Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Green reyndi að kaupa Marks & Spencer. Fyrri tilraun hans, árið 1999, fór út um þúfur eftir að í ljós kom að eiginkona hans hefði keypt hlutabréf í verslanakeðjunni áður en tilkynnt var opinberlega um yfirtökuna. Í bók Shahs er Green auk þess sakaður um að hafa lagt starfsmenn sína í einelti, sér í lagi kvenkyns starfsmenn sem og Terry Green, manninn sem Green réð til þess að snúa við rekstri verslanakeðjunnar BHS. Auk þess greinir Shah í bókinni frá áhyggjum framtakssjóðsins Leonard Green & Partners, meðfjárfesta Philips Green, af því hve nákvæmir og réttir ársreikningar Topshop, tískuverslunar Greens, voru í raun. John Danhakl, einn af eigendum framtakssjóðsins, sagðist í tölvupósti sem hann skrifaði samstarfsmönnum sínum árið 2012 og Shah hefur undir höndum vera „sérstaklega áhyggjufullur“ yfir ónákvæmni reikninganna. Nokkrum dögum síðar keypti sjóðurinn 25 prósenta hlut í versluninni fyrir 350 milljónir punda. Green hefur ekki viljað tjá sig um efnisatriði bókarinnar í breskum fjölmiðlum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Breski auðjöfurinn sir Philip Green, sem er gjarnan kenndur við fjárfestingarfélagið Arcadia sem á og rekur meðal annars verslanirnar Dorothy Perkins, Miss Selfridge og Topshop, er sagður í nýrri bók hafa verið mun nær því en áður hefur verið talið að eignast Marks & Spencer árið 2004. Baráttan um verslanakeðjuna, sem var á þeim tíma ein sú arðbærasta í Bretlandi, tók á sig reyfarakennda mynd, þar sem Green var í aðalhlutverki, en að lokum þurfti auðjöfurinn skrautlegi að lúta í lægra haldi. Hann féll frá yfirtökutilboði sínu eftir að hafa talið sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. Í nýrri bók, Damaged Goods eftir Oliver Shah, viðskiptaritstjóra Sunday Times, er því hins vegar haldið fram að Green hafi ekki haft minnstu hugmynd um hve nálægt hann var því að eignast verslanakeðjuna. Talið er að Green hafi boðið allt að 400 pens á hlut fyrir Marks & Spencer áður en hann féll frá tilboði sínu í júlímánuði 2004. Til samanburðar var keðjan metin á um 290 pens á hlut áður en Green hóf yfirtökutilraunir sínar.Drög að tveimur tilkynningum Í bókinni, sem kemur út í Bretlandi á morgun, er því lýst hve „skelkaður“ Andrew Grant, þáverandi forstjóri Tulchan, almannatengslafyrirtækis Marks & Spencer, varð þegar hann mætti of seint á stjórnarfund keðjunnar, þar sem taka átti afstöðu til yfirtökutilboðs Greens, og komst að því að drög hefðu verið skrifuð að tveimur fréttatilkynningum. Í annarri þeirra kom fram að stjórnin hefði samþykkt tilboðið. Nokkrir stjórnarmenn, þar á meðal Charles Wilson, hægri hönd Stuarts Rose, sem hafði nokkrum vikum áður verið ráðinn forstjóri, einkum til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstur verslanakeðjunnar og hindra þannig yfirtöku Greens, sögðust á fundinum telja óhugsandi að fá hærra verð fyrir keðjuna en 400 pens á hlut, að því er segir í bókinni. „Þegar langt var liðið á fundinn fékk Grant símtal frá Kate Rankine, aðstoðarritstjóra viðskiptafrétta Daily Telegraph. Rose bað hann um að hunsa hana og segja henni að afstaða stjórnarinnar hefði ekki breyst,“ segir Shah. Stjórnin væri enn andsnúin yfirtökunni.„Rankine, sem þekkti bæði Green og Rose vel, hringdi umsvifalaust í Green og bar honum fregnirnar. Stjórn Marks & Spencer hélt áfram að rífast um málið. Klukkan hálf níu að kveldi leit Robert Swannell, einn af bankamönnum verslanakeðjunnar, sem var viðstaddur fundinn, á BlackBerry-síma sinn og sagði: „Þetta er búið spil.“ Green hafði hætt við kaupin.“ Skilaboðin frá Rankine virðast hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Green, að sögn Shah. Green fór á næstu dögum eftir stjórnarfundinn hörðum orðum um vinnubrögð stjórnarinnar og sagði þau „skelfileg“. Hann hélt því fram að hann hefði aldrei átt möguleika á því að eignast verslanakeðjuna. Þó svo að meirihluti hluthafa hefði stutt tilboðið hefði stjórnin gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að koma í veg fyrir yfirtökuna. Af frásögn Shahs er hins vegar ljóst að Green var mun nær því að hljóta samþykki stjórnarinnar en hann og aðrir, svo sem fjárfestar og greinendur, hafa hingað til talið.Sakaður um eineltistilburði Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Green reyndi að kaupa Marks & Spencer. Fyrri tilraun hans, árið 1999, fór út um þúfur eftir að í ljós kom að eiginkona hans hefði keypt hlutabréf í verslanakeðjunni áður en tilkynnt var opinberlega um yfirtökuna. Í bók Shahs er Green auk þess sakaður um að hafa lagt starfsmenn sína í einelti, sér í lagi kvenkyns starfsmenn sem og Terry Green, manninn sem Green réð til þess að snúa við rekstri verslanakeðjunnar BHS. Auk þess greinir Shah í bókinni frá áhyggjum framtakssjóðsins Leonard Green & Partners, meðfjárfesta Philips Green, af því hve nákvæmir og réttir ársreikningar Topshop, tískuverslunar Greens, voru í raun. John Danhakl, einn af eigendum framtakssjóðsins, sagðist í tölvupósti sem hann skrifaði samstarfsmönnum sínum árið 2012 og Shah hefur undir höndum vera „sérstaklega áhyggjufullur“ yfir ónákvæmni reikninganna. Nokkrum dögum síðar keypti sjóðurinn 25 prósenta hlut í versluninni fyrir 350 milljónir punda. Green hefur ekki viljað tjá sig um efnisatriði bókarinnar í breskum fjölmiðlum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00