Nýútgefin gögn varpa ljósi á mannskæðan YouTube-hrekk Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:35 Perez og Ruiz í myndbandi sem saksóknarar birtu á dögunum. Í stiklunni sést parið undirbúa atriðið, sem lyktaði með andláti Ruiz. Skjáskot/Youtube Saksóknarar í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum birtu á dögunum ný myndbönd, auk annarra gagna, í tengslum við mál Monulisu Perez og Pedro Ruiz. Perez skaut Ruiz til bana í myndbandi sem birt var á netinu en töluvert var fjallað um málið á sínum tíma.Sjá einnig: Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Hin nýútgefnu myndbönd, auk afrits af samtali parsins rétt áður en Perez tók í gikkinn, varpa nýju ljósi á aðdraganda atviksins sem átti sér stað í júní í fyrra. Myndband af atvikinu sjálfu, og þar með síðustu andartökum í lífi Ruiz, var ekki gefið út þar eð saksóknarar töldu það ekki eiga erindi við almenning. Í téðu afriti af samtali Ruiz og Perez lýsir hin síðarnefnda yfir mikilli tregðu til að framkvæma hrekkinn. „Ég get ekki gert þetta, elskan,“ segir hún. „Ég er svo hrædd,“ bætir hún við en á meðan beinir Ruiz til hennar tilmælum um hvar hún eigi að standa. „Elskan, ég ætla ekki að gera þetta. Ég get það ekki,“ segir Perez. Parið virðir fyrir sér byssuna sem að endingu var notuð til verksins.Skjáskot/YoutubeÞá birtu saksóknarar einnig nokkurs konar stiklu, sem parið hlóð inn á YouTube-reikning sinn til að auglýsa byssuhrekkinn, en í henni sjást þau við undirbúning. Í myndbandinu sýna þau auk þess byssuna sem nota átti við framkvæmdina auk þess sem Ruiz skýrir frá áætlunum sínum. „Ef ég dey þá er ég svo gott sem tilbúinn til að fara til himnaríkis strax. Ef ég dey er ég tilbúinn fyrir Jesú. Hann mun líklega ekki taka á móti mér við hliðið vegna þess hversu heimskulegt þetta er, en ég er fullviss um að kærasta mín muni hæfa bókina en ekki mig.“ Afrit af yfirheyrslum lögreglu yfir Perez voru einnig gefin út en þar segir hún Ruiz hafa reynt að sannfæra hana um að framkvæma atriðið svo vikum skipti. Hún hafi ávallt þvertekið fyrir það en látið undan þrýstingnum rétt áður en þau réðust í verkið. Perez var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp í mars síðastliðnum. Hún játaði á sínum að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust með því þegar Perez hleypti af en atriðinu var streymt beint á netinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42 Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Saksóknarar í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum birtu á dögunum ný myndbönd, auk annarra gagna, í tengslum við mál Monulisu Perez og Pedro Ruiz. Perez skaut Ruiz til bana í myndbandi sem birt var á netinu en töluvert var fjallað um málið á sínum tíma.Sjá einnig: Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Hin nýútgefnu myndbönd, auk afrits af samtali parsins rétt áður en Perez tók í gikkinn, varpa nýju ljósi á aðdraganda atviksins sem átti sér stað í júní í fyrra. Myndband af atvikinu sjálfu, og þar með síðustu andartökum í lífi Ruiz, var ekki gefið út þar eð saksóknarar töldu það ekki eiga erindi við almenning. Í téðu afriti af samtali Ruiz og Perez lýsir hin síðarnefnda yfir mikilli tregðu til að framkvæma hrekkinn. „Ég get ekki gert þetta, elskan,“ segir hún. „Ég er svo hrædd,“ bætir hún við en á meðan beinir Ruiz til hennar tilmælum um hvar hún eigi að standa. „Elskan, ég ætla ekki að gera þetta. Ég get það ekki,“ segir Perez. Parið virðir fyrir sér byssuna sem að endingu var notuð til verksins.Skjáskot/YoutubeÞá birtu saksóknarar einnig nokkurs konar stiklu, sem parið hlóð inn á YouTube-reikning sinn til að auglýsa byssuhrekkinn, en í henni sjást þau við undirbúning. Í myndbandinu sýna þau auk þess byssuna sem nota átti við framkvæmdina auk þess sem Ruiz skýrir frá áætlunum sínum. „Ef ég dey þá er ég svo gott sem tilbúinn til að fara til himnaríkis strax. Ef ég dey er ég tilbúinn fyrir Jesú. Hann mun líklega ekki taka á móti mér við hliðið vegna þess hversu heimskulegt þetta er, en ég er fullviss um að kærasta mín muni hæfa bókina en ekki mig.“ Afrit af yfirheyrslum lögreglu yfir Perez voru einnig gefin út en þar segir hún Ruiz hafa reynt að sannfæra hana um að framkvæma atriðið svo vikum skipti. Hún hafi ávallt þvertekið fyrir það en látið undan þrýstingnum rétt áður en þau réðust í verkið. Perez var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp í mars síðastliðnum. Hún játaði á sínum að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust með því þegar Perez hleypti af en atriðinu var streymt beint á netinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42 Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42
Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54