Óvíst hvort uppsögnin standist lög Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 29. júní 2018 06:00 Frestur hluthafa HB Granda til þess að taka afstöðu til yfirtökutilboðs Brims rennur út í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Óvíst er hvort stjórn HB Granda hafi verið heimilt að víkja Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra úr starfi og ráða í hans stað stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson, aðaleiganda Brims, stærsta hluthafa útgerðarinnar, meðan á yfirtökutilboði Brims stendur. Þetta er mat lögmanna er Fréttablaðið ræddi við. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn félags sem yfirtökutilboð tekur til óheimilt að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á tilboðið, þar á meðal ákvarðanir um samninga sem falla ekki undir venjulega starfsemi félagsins, nema að fengnu samþykki hluthafafundar. Reglan gildir þar til niðurstöður tilboðsins hafa verið gerðar opinberar. Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu, segir ráðningar- og uppsagnarsamninga við forstjóra dæmi um samninga sem séu á forræði stjórnar og því sé vandséð að þeir falli undir venjulega starfsemi félags samkvæmt samþykktum þess.Sjá einnig: Studdu ekki brottrekstur forstjórans „Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnar er að gera uppsagnar- og ráðningarsamning við forstjóra. Slíkir samningar fela í sér sérstök tilvik sem aðeins eru á færi stjórnar og því vandséð að þeir geti fallið undir venjubundna starfsemi fyrirtækis,“ segir Helga.Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins StrategíuHluthafar HB Granda hafa frest fram til klukkan fimm í dag til þess að taka afstöðu til tilboðs Brims, sem keypti í apríl 34 prósenta hlut í útgerðinni. Þegar hafa hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut sagst ekki ætla að ganga að tilboðinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja það álitamál hvort ákvarðanir stjórnar HB Granda um að segja Vilhjálmi upp og ráða Guðmund, sem teknar voru á fundi hennar í síðustu viku, fari í bága við lög. Bent er á að allar ákvarðanir „sem geta haft áhrif á yfirtökutilboð“, líkt og það er orðað í lögum, séu óheimilar. Enginn greinarmunur sé gerður á því hvort ákvarðanirnar geti haft lítil eða mikil áhrif á tilboðið. Í tilboðsyfirliti Brims, sem var birt í byrjun mánaðarins, er sérstaklega tekið fram að félagið hafi ekki áform um að breyta starfsmannahaldi HB Granda.Sjá einnig: Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Rannveig Rist sagði sig sem kunnugt er úr stjórn HB Granda í fyrrakvöld vegna ósættis um uppsögn Vilhjálms. Hún og stjórnarmaðurinn Anna G. Sverrisdóttir lögðust gegn uppsögninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Helga Hlín nefnir að umræddu lagaákvæði sé ætlað að koma í veg fyrir að veigamiklar ákvarðanir séu teknar á vettvangi stjórnar á meðan óvissuástand varir. Fara þurfi „afar varlega“ í að taka óafturkræfar ákvarðanir á meðan yfirtökutilboðið er enn í gildi. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24 Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Óvíst er hvort stjórn HB Granda hafi verið heimilt að víkja Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra úr starfi og ráða í hans stað stjórnarformanninn Guðmund Kristjánsson, aðaleiganda Brims, stærsta hluthafa útgerðarinnar, meðan á yfirtökutilboði Brims stendur. Þetta er mat lögmanna er Fréttablaðið ræddi við. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn félags sem yfirtökutilboð tekur til óheimilt að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á tilboðið, þar á meðal ákvarðanir um samninga sem falla ekki undir venjulega starfsemi félagsins, nema að fengnu samþykki hluthafafundar. Reglan gildir þar til niðurstöður tilboðsins hafa verið gerðar opinberar. Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu, segir ráðningar- og uppsagnarsamninga við forstjóra dæmi um samninga sem séu á forræði stjórnar og því sé vandséð að þeir falli undir venjulega starfsemi félags samkvæmt samþykktum þess.Sjá einnig: Studdu ekki brottrekstur forstjórans „Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnar er að gera uppsagnar- og ráðningarsamning við forstjóra. Slíkir samningar fela í sér sérstök tilvik sem aðeins eru á færi stjórnar og því vandséð að þeir geti fallið undir venjubundna starfsemi fyrirtækis,“ segir Helga.Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins StrategíuHluthafar HB Granda hafa frest fram til klukkan fimm í dag til þess að taka afstöðu til tilboðs Brims, sem keypti í apríl 34 prósenta hlut í útgerðinni. Þegar hafa hluthafar sem eiga alls 90,5 prósenta hlut sagst ekki ætla að ganga að tilboðinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja það álitamál hvort ákvarðanir stjórnar HB Granda um að segja Vilhjálmi upp og ráða Guðmund, sem teknar voru á fundi hennar í síðustu viku, fari í bága við lög. Bent er á að allar ákvarðanir „sem geta haft áhrif á yfirtökutilboð“, líkt og það er orðað í lögum, séu óheimilar. Enginn greinarmunur sé gerður á því hvort ákvarðanirnar geti haft lítil eða mikil áhrif á tilboðið. Í tilboðsyfirliti Brims, sem var birt í byrjun mánaðarins, er sérstaklega tekið fram að félagið hafi ekki áform um að breyta starfsmannahaldi HB Granda.Sjá einnig: Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Fjármálaeftirlitið segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Rannveig Rist sagði sig sem kunnugt er úr stjórn HB Granda í fyrrakvöld vegna ósættis um uppsögn Vilhjálms. Hún og stjórnarmaðurinn Anna G. Sverrisdóttir lögðust gegn uppsögninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Helga Hlín nefnir að umræddu lagaákvæði sé ætlað að koma í veg fyrir að veigamiklar ákvarðanir séu teknar á vettvangi stjórnar á meðan óvissuástand varir. Fara þurfi „afar varlega“ í að taka óafturkræfar ákvarðanir á meðan yfirtökutilboðið er enn í gildi.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24 Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Rannveig Rist ósátt við forstjóraskipti og segir sig úr stjórn Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, hefur sagt sig úr stjórn HB Granda. 27. júní 2018 22:24
Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00
Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18