Innlent

Staðan þröng og skert þjónusta óhjákvæmileg

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Ljóst er að uppsagnirnar hafi í för með sér skerta þjónustu.
Ljóst er að uppsagnirnar hafi í för með sér skerta þjónustu. Vísir/Vilhelm
Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, segir blikur á lofti vegna uppsagna á annars tugs ljósmæðra nú á sunnudaginn. Páll bendir á í forstjórapistli sínum að þær uppsagnir bitni í fyrstu aðallega á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans. Spítalinn hefur sett upp aðgerðaráætlun og undirbúið aukna samvinnu á milli deilda spítalans og einnig fengið vilyrði frá öðrum heilbrigðisstofnunum um aukna þjónustu. Páll segir stöðuna engu að síður vera þrönga og að afleiðingar uppsagnanna verði óhjákvæmilega skert þjónusta.

Páll talar einnig um að starfsfólk hafi þurft að að hliðra til fríum sínum vegna manneklu og álags til að tryggja öryggi og þjónustu. Páll segir einnig að það hafi verið erfitt að skipuleggja sumarstarfsemina og að það verði að kappkosta að lenda ekki í svipaðri stöðu að ári.


Tengdar fréttir

Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum

Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan.

Ljósmæður bjartsýnar

Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 10.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×