Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 14:37 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/AP Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, hefur sakað Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að svíkja Donald Trump og stinga hann í bakið eftir fund G7 ríkjanna í gær. Þetta sagði Kudlow í viðtali á CNN í dag þar sem hann sagði einnig að Trump hefði ekki viljað sýna veikleika í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Það sé ástæðan fyrir því að Trump hafi kallað Trudeau „óheiðarlegan“ og „auman“ í tístum í nótt, eftir að Trudeau lýsti því yfir að Kanada myndi bregðast við tollum Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. Kanada myndi ekki láta ráðskast með sig.Kudlow sagði að ummæli Trudeau hefði í rauninni verið óleikur gagnvart öllum G7 ríkjunum. Að þau hefðu verið „barnalegur leikur“ og þeim hefði verið ætlað að skora pólitísk stig heima fyrir. Þó sagðist Trudeau hafa sagt þetta við Trump á fundinum og sömuleiðis á undanförnum dögum. Allt virðist þetta þó vera hægt að rekja til fundar Trump og Kim en báðir eru nú staddir í Singapúr þar sem þeir munu hittast á þriðjudaginn. Kudlow sagði að Trump ætlaði alls ekki að „láta kanadískan forsætisráðherra ráðskast með sig“ í aðdraganda fundarins. „Hann mun ekki leyfa veikleika að sjást á leiðinni á samningafund við Norður-Kóreu,“ sagði Kudlow.Canadian PM Justin Trudeau "went rogue" at the G7 summit and is "pouring collateral damage on this whole Korean trip," says White House economic adviser Larry Kudlow #CNNSOTUhttps://t.co/YwLz8zsQaRhttps://t.co/2uQV1WIB9I — CNN (@CNN) June 10, 2018 Annar ráðgjafi Trump, Peter Navarro, var á Fox í morgun þar sem hann vandaði Trudeau ekki kveðjurnar. Navarro sagði það rétt af Trump að draga undirskrift sína við sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö til baka. Það hefði verið „sósíalista-plagg“. Þá sagði hann „sérstakan stað í helvíti“ fyrir erlenda þjóðarleiðtoga sem reyndu að semja við Trump í „slæmri trú“ og ræki svo rýting í bakið á honum á leiðinni út. Það hefði Trudeau gert um helgina.White House trade adviser Peter Navarro, speaking for Trump, accuses Canada of “an attack on our political system” and declares “a special place in hell” for the PM. https://t.co/L4rRgdgtyW pic.twitter.com/34R7va8tcj— Will Saletan (@saletan) June 10, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, hefur sakað Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að svíkja Donald Trump og stinga hann í bakið eftir fund G7 ríkjanna í gær. Þetta sagði Kudlow í viðtali á CNN í dag þar sem hann sagði einnig að Trump hefði ekki viljað sýna veikleika í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Það sé ástæðan fyrir því að Trump hafi kallað Trudeau „óheiðarlegan“ og „auman“ í tístum í nótt, eftir að Trudeau lýsti því yfir að Kanada myndi bregðast við tollum Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. Kanada myndi ekki láta ráðskast með sig.Kudlow sagði að ummæli Trudeau hefði í rauninni verið óleikur gagnvart öllum G7 ríkjunum. Að þau hefðu verið „barnalegur leikur“ og þeim hefði verið ætlað að skora pólitísk stig heima fyrir. Þó sagðist Trudeau hafa sagt þetta við Trump á fundinum og sömuleiðis á undanförnum dögum. Allt virðist þetta þó vera hægt að rekja til fundar Trump og Kim en báðir eru nú staddir í Singapúr þar sem þeir munu hittast á þriðjudaginn. Kudlow sagði að Trump ætlaði alls ekki að „láta kanadískan forsætisráðherra ráðskast með sig“ í aðdraganda fundarins. „Hann mun ekki leyfa veikleika að sjást á leiðinni á samningafund við Norður-Kóreu,“ sagði Kudlow.Canadian PM Justin Trudeau "went rogue" at the G7 summit and is "pouring collateral damage on this whole Korean trip," says White House economic adviser Larry Kudlow #CNNSOTUhttps://t.co/YwLz8zsQaRhttps://t.co/2uQV1WIB9I — CNN (@CNN) June 10, 2018 Annar ráðgjafi Trump, Peter Navarro, var á Fox í morgun þar sem hann vandaði Trudeau ekki kveðjurnar. Navarro sagði það rétt af Trump að draga undirskrift sína við sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö til baka. Það hefði verið „sósíalista-plagg“. Þá sagði hann „sérstakan stað í helvíti“ fyrir erlenda þjóðarleiðtoga sem reyndu að semja við Trump í „slæmri trú“ og ræki svo rýting í bakið á honum á leiðinni út. Það hefði Trudeau gert um helgina.White House trade adviser Peter Navarro, speaking for Trump, accuses Canada of “an attack on our political system” and declares “a special place in hell” for the PM. https://t.co/L4rRgdgtyW pic.twitter.com/34R7va8tcj— Will Saletan (@saletan) June 10, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00
Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49