Spara sér aurinn með því að panta landsliðstreyjuna frá Skotlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2018 09:50 Landsliðstreyjan er lent. Vísir Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. Svo virðist sem að rekja megi viðskiptin til hóps íslenskra kvenna sem litu við í verslun í Glasgow.Frá þessu er greint á vef Sunday Post í Skotlandi þar sem rætt er við Miller Greaves, framkvæmdastjóra Greaves Sport, íþróttavörubúð þar í landi. „Hópur kvenna kom hingað um síðustu helgi og keypti treyjur. Þau voru mjög hissa yfir verðinu og þau sögðu mér að verð á fótboltatreyjum væri mjög hátt á Íslandi, vegna skatta og annarra mála,“ segir Greaves. Þá segir hann að eftir að þær komu í verslunina hafi pantanir frá Íslandi farið að streyma inn. „Við gerum ráð fyrir því að þær hafi látið vini og vandamenn vita svo að þeir geti keypt sér ódýrari treyjur í Skotlandi,“ segir Greaves og bætir við að honum finnist ótrúlegt að það sé ódýrara fyrir fólk að kaupa treyjur frá Skotlandi en að kaupa þær á Íslandi, þar sem greiða þurfi sendingarkostnað frá Skotlandi til Íslands. Greaves selur íslensku treyjuna á 60 pund, um 8.500 krónur, en við bætist 20 punda sendingarkostnaður, um 2.800 krónur, sé treyjan send til Íslands. Í ljósi þess að algengt verð á landsliðstreyjunni hér á landi er um tólf þúsund krónur er ljóst að sparnaðurinn er þó ekki mikill ef treyjan er send til Íslands. HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Íslendingar eru í auknum mæli farnir að panta sér íslensku landsliðstreyjuna frá Skotlandi í stað þess að kaupa hana hér heima. Svo virðist sem að rekja megi viðskiptin til hóps íslenskra kvenna sem litu við í verslun í Glasgow.Frá þessu er greint á vef Sunday Post í Skotlandi þar sem rætt er við Miller Greaves, framkvæmdastjóra Greaves Sport, íþróttavörubúð þar í landi. „Hópur kvenna kom hingað um síðustu helgi og keypti treyjur. Þau voru mjög hissa yfir verðinu og þau sögðu mér að verð á fótboltatreyjum væri mjög hátt á Íslandi, vegna skatta og annarra mála,“ segir Greaves. Þá segir hann að eftir að þær komu í verslunina hafi pantanir frá Íslandi farið að streyma inn. „Við gerum ráð fyrir því að þær hafi látið vini og vandamenn vita svo að þeir geti keypt sér ódýrari treyjur í Skotlandi,“ segir Greaves og bætir við að honum finnist ótrúlegt að það sé ódýrara fyrir fólk að kaupa treyjur frá Skotlandi en að kaupa þær á Íslandi, þar sem greiða þurfi sendingarkostnað frá Skotlandi til Íslands. Greaves selur íslensku treyjuna á 60 pund, um 8.500 krónur, en við bætist 20 punda sendingarkostnaður, um 2.800 krónur, sé treyjan send til Íslands. Í ljósi þess að algengt verð á landsliðstreyjunni hér á landi er um tólf þúsund krónur er ljóst að sparnaðurinn er þó ekki mikill ef treyjan er send til Íslands.
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar. 27. apríl 2018 08:00