Bílstjóri gleður farþega og skreytir vagninn á tyllidögum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2018 06:00 Össur Pétur Valdimarsson glaðbeittur í vinnunni. Fréttablaðið/ernir Farþegar og fótboltaunnendur sem ferðast með leið ellefu hjá Strætó eiga á góðu von næstu daga. Vagnstjórinn Össur Pétur Valdimarsson hefur undirbúið ýmiss konar uppátæki fyrir HM. Hann mun skreyta vagninn og sjá til þess að stemningin verði góð í vagninum á meðan á leikjum stendur. „Ég er líklega einn heitasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, ég verð að keyra á laugardaginn þegar liðið etur kappi við Argentínu og hlusta á leikinn í vagninum. Ég vil sýna strákunum stuðning en líka bjóða upp á góða stemningu fyrir farþega,“ segir Össur Pétur sem segist njóta starfsins.Sjá einnig: Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóriHann hefur unnið sem vagnstjóri í fjölda ára og gæti vart hugsað sér að gera annað. „Mér finnst mjög gefandi að gleðja fólk. Ef ég get glatt fólk sem er illa fyrirkallað, fengið það til að brosa, þá finnst mér dagurinn vel heppnaður,“ segir Össur Pétur. „Ég er nú samt bara mannlegur líka. Ef það er eitthvað sem veldur mér hugarangri í vinnunni þá er það vont viðhald á vegum og umferðarteppur. En það leysist allt, það eru allir af vilja gerðir, maður verður að trúa því og passa upp á góða skapið.“ Hann tekur fram að hann geri engan greinarmun á liðum karla og kvenna. „Ég er líka einlægur aðdáandi kvennalandsliðsins og skreyti vagninn eða tek upp á einhverju skemmtilegu þegar þær eiga í stórum viðureignum. Hér í þessum vagni er sko ekki gert upp á milli kynja, ég á sjálfur bæði strák og stelpu og gæti vel að þessu,“ segir Össur Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53 Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Farþegar og fótboltaunnendur sem ferðast með leið ellefu hjá Strætó eiga á góðu von næstu daga. Vagnstjórinn Össur Pétur Valdimarsson hefur undirbúið ýmiss konar uppátæki fyrir HM. Hann mun skreyta vagninn og sjá til þess að stemningin verði góð í vagninum á meðan á leikjum stendur. „Ég er líklega einn heitasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, ég verð að keyra á laugardaginn þegar liðið etur kappi við Argentínu og hlusta á leikinn í vagninum. Ég vil sýna strákunum stuðning en líka bjóða upp á góða stemningu fyrir farþega,“ segir Össur Pétur sem segist njóta starfsins.Sjá einnig: Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóriHann hefur unnið sem vagnstjóri í fjölda ára og gæti vart hugsað sér að gera annað. „Mér finnst mjög gefandi að gleðja fólk. Ef ég get glatt fólk sem er illa fyrirkallað, fengið það til að brosa, þá finnst mér dagurinn vel heppnaður,“ segir Össur Pétur. „Ég er nú samt bara mannlegur líka. Ef það er eitthvað sem veldur mér hugarangri í vinnunni þá er það vont viðhald á vegum og umferðarteppur. En það leysist allt, það eru allir af vilja gerðir, maður verður að trúa því og passa upp á góða skapið.“ Hann tekur fram að hann geri engan greinarmun á liðum karla og kvenna. „Ég er líka einlægur aðdáandi kvennalandsliðsins og skreyti vagninn eða tek upp á einhverju skemmtilegu þegar þær eiga í stórum viðureignum. Hér í þessum vagni er sko ekki gert upp á milli kynja, ég á sjálfur bæði strák og stelpu og gæti vel að þessu,“ segir Össur Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53 Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53
Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34