Argentískir fjölmiðlar: "Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 15:58 Einn og yfirgefinn og jafnvel bugaður Messi eftir leikinn gegn Íslandi í dag. vísir/getty Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag. Þeir gera mikið úr frammistöðu Lionel Messi sem klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá honum og segja liðið hafa valdið vonbrigðum. Jafntefli var niðurstaða leiksins, eins og flestir Íslendingar ættu að vita, og eflaust erum við flest bara frekar sátt við stigið í frumrauninni á HM í knattspyrnu. Pressan var líka öll á Argentínu og þeim sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma, Messi. Þeir hafa án efa ætlað að rúlla yfir litla Ísland. „Umhverfið hafði hvorki áhrif né samhengið sem maður setur HM í. Ef eitthvað mun fara illa, þá mun það fara illa.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef argentíska blaðsins La Nación og í fyrirsögn draga þeir fram vítaspyrnuklúður Messi. „Vandamálin sem maður sá fyrir komu fram í fyrsta leiknum í jafntefli gegn Íslandi. Svo var eitt óvænt: Messi gat ekki fundið liðsfélagana, hann klúðraði víti sem hefði getað breytt sögunni og hann gerði sig sekan um ónákvæmni eins og aðrir í liðinu á lokamínútunum,“ segir svo áfram í umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á vef stærsta dagblaðs Argentínu, Clarín, er svo á þessa leið: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið.“ Á vef La Gaceta er fyrirsögnin síðan eftirfarandi: „Argentína gat ekki brotið íslenska lásinn og gerðu aðeins jafntefli í fyrsta leik.“ Á vef Infobae eru vonbrigðin dregin fram: „Argentína olli vonbrigðum í fyrsta leik: 1-1 jafntefli á móti Íslandi og þeir lokuðu á víti frá Messi.“ Ef umfjöllun argentískra fjölmiðla endurspeglar eitthvað hvernig argentísku þjóðinni líður eftir leikinn þá má alveg halda því fram að Argentínumenn séu ekkert sérstaklega sáttir við landsliðið sitt í dag. Argentína HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 „Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Eins og gefur að skilja eru argentískir fjölmiðlar ekki beint í skýjunum með frammistöðu argentíska landsliðsins gegn því íslenska á Spartak-leikvanginum í Moskvu í dag. Þeir gera mikið úr frammistöðu Lionel Messi sem klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá honum og segja liðið hafa valdið vonbrigðum. Jafntefli var niðurstaða leiksins, eins og flestir Íslendingar ættu að vita, og eflaust erum við flest bara frekar sátt við stigið í frumrauninni á HM í knattspyrnu. Pressan var líka öll á Argentínu og þeim sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma, Messi. Þeir hafa án efa ætlað að rúlla yfir litla Ísland. „Umhverfið hafði hvorki áhrif né samhengið sem maður setur HM í. Ef eitthvað mun fara illa, þá mun það fara illa.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef argentíska blaðsins La Nación og í fyrirsögn draga þeir fram vítaspyrnuklúður Messi. „Vandamálin sem maður sá fyrir komu fram í fyrsta leiknum í jafntefli gegn Íslandi. Svo var eitt óvænt: Messi gat ekki fundið liðsfélagana, hann klúðraði víti sem hefði getað breytt sögunni og hann gerði sig sekan um ónákvæmni eins og aðrir í liðinu á lokamínútunum,“ segir svo áfram í umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á vef stærsta dagblaðs Argentínu, Clarín, er svo á þessa leið: „Vonbrigði og vanmáttur, landsliðið var ekki lið.“ Á vef La Gaceta er fyrirsögnin síðan eftirfarandi: „Argentína gat ekki brotið íslenska lásinn og gerðu aðeins jafntefli í fyrsta leik.“ Á vef Infobae eru vonbrigðin dregin fram: „Argentína olli vonbrigðum í fyrsta leik: 1-1 jafntefli á móti Íslandi og þeir lokuðu á víti frá Messi.“ Ef umfjöllun argentískra fjölmiðla endurspeglar eitthvað hvernig argentísku þjóðinni líður eftir leikinn þá má alveg halda því fram að Argentínumenn séu ekkert sérstaklega sáttir við landsliðið sitt í dag.
Argentína HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53 Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06 „Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Íslenski vítabaninn er með ótrúlega tölfræði Lionel Messi er langt frá því að vera sá eini sem hefur ekki komið boltanum framhjá íslenska landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni af vítapunktinum. 16. júní 2018 15:53
Twitter eftir leik: „Styttu af Hannesi á Breiðholtsbrautina“ Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta í dag. Sergio Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. 16. júní 2018 15:06
„Ísland sjokkerar fótboltaheiminn aftur“ Erlendir fjölmiðlar lofuðu margir hverjir Hannes Þór Halldórsson og löstuðu Lionel Messi eftir leik Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM. 16. júní 2018 15:48