Tekjur Íslendinga: Sigurður Ingi tekjuhæstur ráðherra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2018 10:58 Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra er tekjuhæsti ráðherrann hér á landi samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir tekjur forseta, Alþingismenn og ráðherra. Samkvæmt tekjublaðinu er Sigurður Ingi með 2,3 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Sá eini sem komst ofar á listann var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með 2,8 milljónir á mánuði. Í þriðja sæti listans var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með 2,2 milljónir í tekjur á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en samkvæmt tekjublaðinu voru tekjur hans tæpar 2,2 milljónir á mánuði. Í fimmta sætinu er Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður með 2 milljónir á mánuði í tekjur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður er efsta konan á þessum lista en hún er í sjötta sæti með 1,96 milljónir á mánuði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er næsta konan á lista en hún er í 10. Sæti með 1,8 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Ef tekjur hinna ráðherrana eru skoðaðar má sjá að samkvæmt tekjublaðinu var Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með 1,8 milljón á mánuði en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra voru með 1,73 milljónir á mánuði í tekjur. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er samkvæmt blaðinu með 1,4 milljónir á mánuði.Ásmundur Einar neðstur ráðherranna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er skráð með 1,26 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var með 881 þúsund á mánuði í tekjur og Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra með 703 þúsund. Ef tekin eru svo nokkur nöfn af handahófi af listanum má sjá að tekjur Gunnars Braga Sveinssonar alþingismanns voru 1,8 milljón á mánuði, Þorsteinn Víglundsson alþingismaður var með 1,7 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður með 1,2 milljónir. Aksturskostnaður Ásmunds Friðrikssonar alþingismanns hefur verið mikið til umræðu síðustu mánuði en samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var hann með 1,2 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var með 1,47 milljónir á mánuði í tekjur. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra er tekjuhæsti ráðherrann hér á landi samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir tekjur forseta, Alþingismenn og ráðherra. Samkvæmt tekjublaðinu er Sigurður Ingi með 2,3 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Sá eini sem komst ofar á listann var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með 2,8 milljónir á mánuði. Í þriðja sæti listans var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með 2,2 milljónir í tekjur á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en samkvæmt tekjublaðinu voru tekjur hans tæpar 2,2 milljónir á mánuði. Í fimmta sætinu er Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður með 2 milljónir á mánuði í tekjur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður er efsta konan á þessum lista en hún er í sjötta sæti með 1,96 milljónir á mánuði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er næsta konan á lista en hún er í 10. Sæti með 1,8 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Ef tekjur hinna ráðherrana eru skoðaðar má sjá að samkvæmt tekjublaðinu var Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með 1,8 milljón á mánuði en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra voru með 1,73 milljónir á mánuði í tekjur. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er samkvæmt blaðinu með 1,4 milljónir á mánuði.Ásmundur Einar neðstur ráðherranna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er skráð með 1,26 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var með 881 þúsund á mánuði í tekjur og Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra með 703 þúsund. Ef tekin eru svo nokkur nöfn af handahófi af listanum má sjá að tekjur Gunnars Braga Sveinssonar alþingismanns voru 1,8 milljón á mánuði, Þorsteinn Víglundsson alþingismaður var með 1,7 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður með 1,2 milljónir. Aksturskostnaður Ásmunds Friðrikssonar alþingismanns hefur verið mikið til umræðu síðustu mánuði en samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var hann með 1,2 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var með 1,47 milljónir á mánuði í tekjur.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15 Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Steindi Jr. í öðru sæti yfir tekjuhæstu listamennina Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað. 1. júní 2018 09:15
Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent