Verðum að vera afar snöggir og skarpir í hugsun í leik okkar Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2018 10:45 Heimir Hallgrímsson gefur leikmönnum skipanir á æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira