Stendur ríkisstjórnin við stóru orðin? Sólveig María Árnadóttir skrifar 2. júní 2018 17:38 Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Kennaraskortur hér á landi hefur verið mikið í umræðunni og fækkun kennaranema á milli ára hefur verið áhyggjuefni. Til eru heilu bunkarnir af einhverjum aðgerðaráætlunum og greiningum, svo alvarlega hefur verið horft á vandann. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talað fyrir mikilvægi þess að gera kennaranámið eftirsóknarvert. Það er því afar ánægjuleg staðreynd að þegar þetta er skrifað, er ljóst að nærri tvöföldun er í umsóknum um kennaranám við Háskólann á Akureyri auk þess sem umsóknir við háskólann hafa aldrei verið fleiri. Ég hef fylgst með þróun umsókna síðustu vikurnar og hélt satt best að segja að um lélegt grín væri að ræða í upphafi, tölurnar gætu ekki verið réttar. Eftir að hafa verið sannfærð um að svo væri ekki, fylltist ég stolti og viðurkenni að aukin aðsókn kemur mér ekki á óvart. Staðreyndin er sú að við erum að gera mjög vel. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám og gætum þess að allir okkar nemendur hafi jafnt aðgengi að námi, hvort sem að próftökustaður þeirra sé í HA eða á Ísafirði. Háskólinn úti á landi, sem einhverjir höfðu litla sem enga trú á í upphafi, þjónustar nefnilega allt landið og skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að eflingu byggða, greiðu og jöfnu aðgengi að námi. Háskólinn er persónulegur, sem gerir það að verkum að lagt er upp úr því að þjónusta, styðja og mæta þörfum hvers og eins. Hvað varðar kennaranámið er ljóst að við þurfum ekki að klóra okkur í hausinn enn eina ferðina og velta því fyrir okkur hvernig við gerum kennaranámið eftirsóknarvert og aukum nýliðun. Tækifærið er komið og felst meðal annars í því að taka almennilega á móti öllum þeim sem hyggjast hefja nám við kennaradeild HA í haust. Mín upplifun af kennaradeildinni er sú að rík áhersla er lögð á það að tryggja gæði náms og kennslu. Námið er fjölbreytt og krefjandi. Það er skemmtilegt og tekur virkilega á stórum þáttum sem skipta mál. Þá er stuðningur kennara við nemendur til fyrirmyndar og er mikilvægur þáttur sem þarf að tryggja. Nú er kominn tími til þess að standa við stóru orðin. Ríkisstjórnin boðaði til stórsóknar í menntamálum og nú er tækifærið til þess að sýna það í verki. Það hefur þrengt verulega að háskólanum síðustu ár og nú er ljóst að þar þarf að vera breyting á. Það þarf að hækka það fjármagn sem gert er ráð fyrir að fari til Háskólans á Akureyri í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Háskólinn á Akureyri þjónustar nemendur út um allt land og er gríðarlega mikilvæg stofnun þegar kemur að byggðarþróun og eflingu samfélaga. Von mín er sú að ríkisstjórnin sjái hér tækifæri til þess að efla aðgengi að háskólanámi á landinu öllu svo að ekki þurfi að grípa til almennra aðgangstakmarkana í nám við Háskólann á Akureyri og draga þannig úr jöfnu aðgengi að námi.Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun