Aska úr fjallinu hefur náð minnst sex kílómetra hæð og hefur alþjóðaflugvelli landsins verið lokað.
Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. Samkvæmt Guardian er hann að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi.
Jarðfræðingar hafa varað við því að jarðhræringum þessum geti fylgt aurskriður.
Þetta er annað eldgosið í Fuego, sem þýðir í raun „eldur“, á þessu ári. Árið 1974 var mjög stórt eldgos í fjallinu þar sem hraun flæddi yfir nærliggjandi svæði en enginn lét þó lífið. Þúsundir manna létu lífið árið 1902 þegar eldfjallið Santa Maria gaus.
Volcán de Fuego y sus erupciones... pic.twitter.com/6T9TxQ6hOo
— Guía espiritual. (@renato_lechuga) June 3, 2018