Þriggja milljarða króna gjaldþrot eftir útrás Pennans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2018 15:28 Nýir eigendur Pennans ræða við starfsfólk árið 2005. Kristinn Vilbergsson forstjóri er lengst til hægri á myndinni og Gunnar Dungal, sem þá seldi Pennann, annar frá hægri. Vísir/GVA Engar eignir fundust í þrotabúi AN Holding, félags í eigu Pennans, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í febrúar. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að kröfur í þrotabúið hafi numið tæplega 3,2 milljörðum króna. AN Holding tengdist fjárfestingum Pennans á erlendri grundu á árunum fyrir og í kringum hrun. Félagið var stofnað árið 2006 en það ár festu eigendur Pennans kaup á 73 prósenta hlut í lettneska rekstrarvörufyrirtækinu AN Office (Aigas Nams).Í frétt Vísis frá 2006, sem unnin var upp úr tilkynningu frá Pennanum, sagði að AN Office væri þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrarsaltssvæðinu með 1,5 milljarða króna veltu árið 2005. Kristinn Vilbergsson, þáverandi forstjóri Pennans, sagði kaupin góðan byrjunarreit fyrir Pennann til að sækja inn á nýja markaði. Í framhaldinu sótti Penninn mjög á Eystrarsaltsmarkað og Norðurlöndin. Penninn keypti finnska fyrirtækið Tamore sem sérhæfði sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum en ársveltan á þeim tíma nam tveimur milljörðum hjá finnska fyrirtækinu. Þá keypti Penninn lettneska kaffiframleiðandann Melna Kafija í samstarfi við Te&kaffi sama ár og í framhaldinu allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem var stórt í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.Fram kemur í frétt Mbl.is að í ársbyrjun 2009 hafi 2500 manns starfað hjá fyrirtækinu í sjö löndum. Reksturinn var þá orðinn erfiður og tók Nýi Kaupþing banki yfir rekstur Pennans af þeim sökum. Skilanefnd Sparisjóðabankans tók félagið AN Holding yfir árið 2016. Var það úrskurðað gjaldþrota í febrúar og nemur gjaldþrotið sem fyrr segir rúmum þremur milljörðum króna. Gjaldþrot Tengdar fréttir Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01 Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33 Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16 Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Engar eignir fundust í þrotabúi AN Holding, félags í eigu Pennans, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í febrúar. Fram kemur í Lögbirtingarblaðinu í dag að kröfur í þrotabúið hafi numið tæplega 3,2 milljörðum króna. AN Holding tengdist fjárfestingum Pennans á erlendri grundu á árunum fyrir og í kringum hrun. Félagið var stofnað árið 2006 en það ár festu eigendur Pennans kaup á 73 prósenta hlut í lettneska rekstrarvörufyrirtækinu AN Office (Aigas Nams).Í frétt Vísis frá 2006, sem unnin var upp úr tilkynningu frá Pennanum, sagði að AN Office væri þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrarsaltssvæðinu með 1,5 milljarða króna veltu árið 2005. Kristinn Vilbergsson, þáverandi forstjóri Pennans, sagði kaupin góðan byrjunarreit fyrir Pennann til að sækja inn á nýja markaði. Í framhaldinu sótti Penninn mjög á Eystrarsaltsmarkað og Norðurlöndin. Penninn keypti finnska fyrirtækið Tamore sem sérhæfði sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum en ársveltan á þeim tíma nam tveimur milljörðum hjá finnska fyrirtækinu. Þá keypti Penninn lettneska kaffiframleiðandann Melna Kafija í samstarfi við Te&kaffi sama ár og í framhaldinu allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem var stórt í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.Fram kemur í frétt Mbl.is að í ársbyrjun 2009 hafi 2500 manns starfað hjá fyrirtækinu í sjö löndum. Reksturinn var þá orðinn erfiður og tók Nýi Kaupþing banki yfir rekstur Pennans af þeim sökum. Skilanefnd Sparisjóðabankans tók félagið AN Holding yfir árið 2016. Var það úrskurðað gjaldþrota í febrúar og nemur gjaldþrotið sem fyrr segir rúmum þremur milljörðum króna.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01 Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33 Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16 Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Penninn í útrás í Eystrasalti Penninn hefur keypt allt hlutafé í rekstrarvörukeðjunni Daily Service sem starfar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Penninn hefur verið að sækja inn á markaði í kringum Eystrasalt. 2. maí 2007 00:01
Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7. júní 2006 14:33
Penninn kaupir Tamore í Finnlandi Penninn hefur keypt allt hlutafé í finnska fyrirtækinu Tamore, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á skrifstofuvörum. 12. mars 2007 11:16
Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. 20. mars 2009 14:56