Illa gengur að bera kennsl á lík í Gvatemala Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 15:52 Mörg fórnarlamba eldgossins hafa fundist nærri heimilum þeirra. Vísir/AP Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku. Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku.
Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43