Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 10:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira