Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 10:23 Bridenstine vefengdi loftslagsvísindi eins og flokkssystkini sín þegar hann var þingmaður. Nú segir hann að honum sé orðið ljóst að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43