Gríðarleg aukning í umsóknum um nám í háskólum landsins Sighvatur skrifar 8. júní 2018 07:00 Breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs valda því að umsóknum um háskólanám fjölgar töluvert milli ára. Háskólarektor segir að spár um fjölgun hafi gengið eftir og að fjölgunin nái yfir nær allar deildir. Vísir/ERNIR Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira