Gríðarleg aukning í umsóknum um nám í háskólum landsins Sighvatur skrifar 8. júní 2018 07:00 Breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs valda því að umsóknum um háskólanám fjölgar töluvert milli ára. Háskólarektor segir að spár um fjölgun hafi gengið eftir og að fjölgunin nái yfir nær allar deildir. Vísir/ERNIR Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Háskólar landsins hafa sjaldan eða aldrei fengið jafn margar umsóknir um nám og nú. Skólarnir höfðu búið sig undir aukningu þar sem stytting framhaldsskólans veldur því að í flestum tilfellum útskrifast tvöfaldir árgangar nú í vor. Umsóknir um nám við Háskóla Íslands voru á níunda þúsund, þar af um fimm þúsund í grunnnám. Fjölgun umsókna um grunnnám er 12 prósent milli ára. Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir spár hafa gert ráð fyrir 7 til 12 prósenta aukningu. Jón Atli segir aukninguna mesta á félagsvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði en fjölgun hafi orðið í nær öllum deildum. „Það er sérstakt ánægjuefni að það er 60 prósenta aukning umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræði en við höfum lagt áherslu á að kynna kennaranámið.“ Hann segir að skólinn hafi áður tekið inn stóra hópa, til að mynda í kjölfar hrunsins. Það hafi tekist með samstilltu átaki starfsfólks. „Verkefni okkar er að veita eins góða þjónustu og við getum. Við reynum að leysa þetta innan ramma fjárlaga. Það mun reyna á starfsfólk og innviði en við teljum okkur geta gert þetta,“ segir Jón Atli.Skólinn vel undirbúinn Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist almennt sáttur við hvernig umsóknir gengu. Alls voru umsóknir um nám við skólann rúmlega 3.000 talsins sem er 11 prósenta fjölgun frá síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. „Við gerðum ráð fyrir aukningu í grunnnámið vegna breytinganna, sem gekk eftir. Svo er mjög ánægjulegt hvað það er mikil aukning í meistaranámið,“ segir Ari. Umsóknum um meistara- og doktorsnám fjölgaði um 19 prósent milli ára og voru um 1.100 talsins. Ari segir skólann vel undirbúinn fyrir þessa fjölgun. „Þetta passar vel við okkar undirbúning og við getum vel tekið á móti þessari viðbót og hlökkum til þess.“ Þá segir Ari að umsóknum frá erlendum nemendum haldi áfram að fjölga. Skólinn hafi lagt áherslu á að laða til sín erlenda nemendur í meistaranám. „Við erum með námsbrautir, til dæmis meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum, sem að langmestum hluta eru sóttar af erlendum nemendum.“ Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira