Controlant hyggst umbreyta 13,4 milljarða dollara markaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 31. maí 2018 06:00 Mikið samfélagslegt tjón verður þegar fólk fær skemmd lyf og enginn veit af því, segir Erlingur Brynjúlfsson, tæknistjóri Controlant. Vísir Íslenska tæknifyrirtækið Controlant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti markaðarins er talið nema 13,4 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræðingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutninga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli.Lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kældum vörur sé talinn velta 13,4 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning.Erlingur Brynjúlfsson„Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega samfélagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur.Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vandann nýstárlega samanborið við keppinautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Controlant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frumtaki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjármagn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Controlant hyggst endurhanna virðiskeðju með kældar vörur. Verðmæti markaðarins er talið nema 13,4 milljörðum dollara. Þetta kemur fram í grein Vodafone Global sem dreift er á heimsvísu, bæði innanhúss og á samfélagsmiðlum. Ingi Björn Ágústsson, sérfræðingur hjá Vodafone á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið, að slíkar greinar (e. case study) séu birtar ef starfsmenn Vodafone Global telja að efni þeirra geti vakið athygli á heimsvísu. Þetta sé í fyrsta skipti sem Vodafone Global birtir grein um íslenskt fyrirtæki. „Controlant býður heildarlausnir fyrir fyrirtæki til þess að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni hvað varðar hitastig og ferla við flutninga,“ segir Erlingur Brynjúlfsson, einn af stofnendum fyrirtækisins og tæknistjóri þess, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið leggur áherslu á að vakta lyf og matvæli.Lyf skemmast í flutningi Fram kemur í skýrslu Vodafone að markaðurinn með flutning á kældum vörur sé talinn velta 13,4 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Allt að 35 prósent bóluefna skemmast í flutningi vegna breytinga á hitastigi og um 33 prósent matvæla ætluð fólki ýmist skemmast eða týnast við flutning.Erlingur Brynjúlfsson„Á endanum greiða neytendur fyrir þessa sóun og því er um mikið hagsmunamál að ræða. Það þarf ekki annað en að minnka sóunina um fáein prósent til þess að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki og neytendur. Hið raunverulega samfélagstjón á sér hins vegar stað þegar fólki fær lyf sem hafa skemmst og enginn veit af því,“ segir Erlingur.Nýstárleg nálgun Hann segir nálgun Controlant á vandann nýstárlega samanborið við keppinautana, sem selji vélbúnað sem mæli hitastig. „Við bjóðum heildarlausn og seljum ekki vélbúnað heldur þjónustu þar sem varan er vöktuð í rauntíma. Það fellur vel í kramið hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Áður en fyrirtækið hóf að vakta kældar vörur í flutningum bauð það upp á vöktun á staðbundnum rýmum, eins og lagerrými og kælum. „Fyrir um sjö árum fékk Controlant fjármagn frá fjárfestum, þar á meðal fjárfestingarsjóðnum Frumtaki, og nýtti það meðal annars til að hefja innreið í Skandinavíu, því næst lá leiðin til Bretlands og nú höfum við verið að ná fótfestu í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum erum við þegar að þjónusta stór og alþjóðleg fyrirtæki í bæði lyfja- og matvælageiranum,“ segir Erlingur. Að hans sögn hefur fyrirtækið sótt aukið fjármagn til fjárfesta til að knýja vöxtinn áfram. „Við ætlum okkur stóra hluti og sækjum fjármagn til að ná þeim markmiðum.“ Erlingur bendir á að Controlant sé í samstarfi við Vodafone Global. „Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og rákum okkur á að við urðum að semja við símafyrirtæki í hverju landi fyrir sig til að halda kostnaði niðri því vörurnar sem við fylgjumst með eru sendar um heim allan. Með samstarfinu losnum við undan því og gagnamagnið kostar ávallt hið sama,“ segir hann. Um er að ræða svokallaða IoT tækni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira