Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir 40 hæstu skattgreiðendur Íslands á árinu 2018. Enn sitja í efstu sætum aðilar úr sjávarútvegi. Þá vekur athygli að skattadrottning ársins, Sigríður Vilhjálmsdóttir, er 89 ára gömul. Hún seldi stóran hlut sinn í fiskveiðihlutafélaginu Venus sem hefur tengsl við HB granda.
Í öðru til fjórða sæti á listanum eru Sigurður Sigurbergsson, Magnús Soffaníasson og Rúnar Sigtryggur Magnússon sem allir eru tengdir útgerðinni Soffanías Cecilsson í Grundarfirði, en Fisk Seafood keypti öll hlutabréf í fyrirtækinu í fyrra.
Ljóst er að í efstu sætum sitja aðilar tengdir Sjávarútvegi líkt og ríkjandi hefur verið síðustu ár.
Þá sitja neðar á listanum kunnuleg nöfn á borð við Róbert Wessman, forstjóra Alvogen og Liv Bergþórsdóttur, forstjóra Nova.
Á morgun verður tekjublað Frjálsrar verslunar gefið út, en þar verður hægt að kynna sér nánari upplýsingar um skattgreiðendur.
Skattadrottning ársins er 89 ára gömul
Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Mest lesið

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent



Spá aukinni verðbólgu
Viðskipti innlent

Kauphallir rétta úr kútnum
Viðskipti erlent

Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri
Viðskipti innlent

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent

Penninn leggst í miklar breytingar
Viðskipti innlent

Evrópusambandið frestar tollahækkunum
Viðskipti erlent