Hreinsar hugann á hlaupum Starri Freyr Jónsson skrifar 24. maí 2018 08:00 „Í dag nýt ég þess að hlaupa einn til þess að hreinsa hugann og um leið að hitta hlaupafélagana um helgar og njóta félagsskapar þeirra,“ segir Reynir Stefán Gylfason langhlaupari. Vísir/anton Um sex ár eru síðan Reynir Stefán Gylfason endurskoðandi hóf að stunda hlaup af kappi en þá bjó hann og fjölskylda hans í Sviss. Þau hjónin tóku þátt í sínu fyrsta maraþonhlaupi í Amsterdam árið 2015 og árið 2017 hóf hann að stunda utanvegahlaup. Síðan þá hefur hann m.a. keppt í 83 km utanvegahlaupi í Annecy í Frakklandi á síðasta ári og er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir 105 km hlaup á Ítalíu í sumar „Ég byrjaði að hlaupa eitthvað af viti í Sviss árið 2012 enda var nánast alltaf logn þar og frekar hlýtt. Fyrstu árin var þetta frekar ómarkvisst hjá mér og helsta markmiðið var að koma mér í betra líkamlegt form. Eftir að við fluttum heim til Íslands 2014 elti ég eiginkonu mína, Lilju Dögg Stefánsdóttur, í hlaupahópinn Bíddu aðeins, sem í dag heitir Hlaupahópur Breiðabliks. Undanfarin ár hef ég hlaupið þrjú maraþon, það síðasta í Tel Avív í febrúar. Í dag nýt ég þess að hlaupa einn til þess að hreinsa hugann og um leið að hitta hlaupafélagana um helgar og njóta félagsskapar þeirra.“Esjan helsta æfingasvæðið Utanvegahlaupið í Annecy í Frakklandi kom til með skömmum fyrirvara að sögn Reynis. „Fjölskyldan var stödd í fríi í Ástralíu þar sem eldri sonur okkar var í háskóla þegar fjórir félagar úr hlaupahópnum ákváðu að skrá sig í hlaupið. Ég hef alltaf verið til í að takast á við nýjar áskoranir og mér fannst þessi áskorun vera þess eðlis að ég gæti ekki sleppt henni.“ Hann skráði sig því í hlaupið án þess beinlínis að velta því mikið fyrir sér. Frá því í janúar 2017, fram að hlaupi 27. maí, æfði hópurinn 4-6 sinnum í viku og hljóp rúmlega 60 km að meðaltali í viku. „Við fengum Elísabetu Margeirsdóttur til að aðstoða okkur við að búa til æfingaáætlun sem við fylgdum eftir nokkuð samviskusamlega. Lykilæfingin var langt hlaup um helgar sem var frá 2,5 klst. upp í 6 klst. sem var lengsta æfingin. Við höfum reynt að gera meira úr þessum löngu æfingum, förum yfirleitt saman í sund á eftir, tökum spjall og slökum á í heita og kalda pottinum. Lágafellslaug verður gjarnan fyrir valinu enda er hún næst Esjunni sem er okkar helsta æfingasvæði fyrir fjallahlaup.“Eftir þriggjalandahlaup í Austurríki þar sem hlaupið var í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Með honum eru Rannveig Borg Sigurðardóttir (t.v.) og Lilja Dögg Stefánsdóttir, eiginkona hans.Svipaður undirbúningur Hlaupið í sumar á Ítalíu verður öllu lengra eða 105 km og verður hækkunin rúmlega 7.000 metrar, samanborið við 5.200 hækkun í Frakklandi á síðasta ári. „Við vorum að leita að utanvegahlaupi fyrir þetta sumar og Elísabet kom með þessa hugmynd. Hlaupið er haldið á Norður-Ítalíu og hefst í bæ sem heitir Courmayeur. Margir Íslendingar þekkja svæðið sem er vinsælt skíðasvæði á veturna og göngusvæði á sumrin.“ Hann segir undirbúninginn hafa verið svipaðan og á síðasta ári en núna hafi þau byrjað fyrr þar sem hópurinn tók þátt í maraþonhlaupi í Tel Avív í febrúar sem var hluti af æfingaáætluninni. „Síðan höfum við eiginlega búið á Esjunni frá því í apríl en við reynum að fara þangað tvisvar í viku og hlaupum í 1,5 til 4 klst. Hápunktur æfingaplansins verður þegar við tökum þátt í Esjumaraþoninu sem verður 9. júní en það er um 45 km og með rúmlega 3.000 metra hækkun.“Mælir með hlaupahópum Utan Esjumaraþonsins og Ítalíuhlaupsins er fátt stórt á döfinni í sumar, segir Reynir. „Ég er þó að velta fyrir mér að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst og síðan er aldrei að vita hvað manni dettur sniðugt í hug.“ Aðspurður hvaða góð ráð hann geti gefið þeim sem langar til að byrja að hlaupa mælir hann eindregið með þátttöku í hlaupahópum. „Ég ráðlegg helst þeim sem vilja byrja að hlaupa að skrá sig í hlaupahóp en þeir eru mjög margir, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög gott aðhald í hlaupahópum, skemmtilegur félagsskapur og fólk á öllum stigum hlaupagetu og reynslu. Þannig að allir ættu að geta hlaupið á sínum hraða og fundið sér hlaupafélaga sem er á svipuðu róli. Svo er bara að reima á sig skóna og skokka af stað!“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Um sex ár eru síðan Reynir Stefán Gylfason endurskoðandi hóf að stunda hlaup af kappi en þá bjó hann og fjölskylda hans í Sviss. Þau hjónin tóku þátt í sínu fyrsta maraþonhlaupi í Amsterdam árið 2015 og árið 2017 hóf hann að stunda utanvegahlaup. Síðan þá hefur hann m.a. keppt í 83 km utanvegahlaupi í Annecy í Frakklandi á síðasta ári og er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir 105 km hlaup á Ítalíu í sumar „Ég byrjaði að hlaupa eitthvað af viti í Sviss árið 2012 enda var nánast alltaf logn þar og frekar hlýtt. Fyrstu árin var þetta frekar ómarkvisst hjá mér og helsta markmiðið var að koma mér í betra líkamlegt form. Eftir að við fluttum heim til Íslands 2014 elti ég eiginkonu mína, Lilju Dögg Stefánsdóttur, í hlaupahópinn Bíddu aðeins, sem í dag heitir Hlaupahópur Breiðabliks. Undanfarin ár hef ég hlaupið þrjú maraþon, það síðasta í Tel Avív í febrúar. Í dag nýt ég þess að hlaupa einn til þess að hreinsa hugann og um leið að hitta hlaupafélagana um helgar og njóta félagsskapar þeirra.“Esjan helsta æfingasvæðið Utanvegahlaupið í Annecy í Frakklandi kom til með skömmum fyrirvara að sögn Reynis. „Fjölskyldan var stödd í fríi í Ástralíu þar sem eldri sonur okkar var í háskóla þegar fjórir félagar úr hlaupahópnum ákváðu að skrá sig í hlaupið. Ég hef alltaf verið til í að takast á við nýjar áskoranir og mér fannst þessi áskorun vera þess eðlis að ég gæti ekki sleppt henni.“ Hann skráði sig því í hlaupið án þess beinlínis að velta því mikið fyrir sér. Frá því í janúar 2017, fram að hlaupi 27. maí, æfði hópurinn 4-6 sinnum í viku og hljóp rúmlega 60 km að meðaltali í viku. „Við fengum Elísabetu Margeirsdóttur til að aðstoða okkur við að búa til æfingaáætlun sem við fylgdum eftir nokkuð samviskusamlega. Lykilæfingin var langt hlaup um helgar sem var frá 2,5 klst. upp í 6 klst. sem var lengsta æfingin. Við höfum reynt að gera meira úr þessum löngu æfingum, förum yfirleitt saman í sund á eftir, tökum spjall og slökum á í heita og kalda pottinum. Lágafellslaug verður gjarnan fyrir valinu enda er hún næst Esjunni sem er okkar helsta æfingasvæði fyrir fjallahlaup.“Eftir þriggjalandahlaup í Austurríki þar sem hlaupið var í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Með honum eru Rannveig Borg Sigurðardóttir (t.v.) og Lilja Dögg Stefánsdóttir, eiginkona hans.Svipaður undirbúningur Hlaupið í sumar á Ítalíu verður öllu lengra eða 105 km og verður hækkunin rúmlega 7.000 metrar, samanborið við 5.200 hækkun í Frakklandi á síðasta ári. „Við vorum að leita að utanvegahlaupi fyrir þetta sumar og Elísabet kom með þessa hugmynd. Hlaupið er haldið á Norður-Ítalíu og hefst í bæ sem heitir Courmayeur. Margir Íslendingar þekkja svæðið sem er vinsælt skíðasvæði á veturna og göngusvæði á sumrin.“ Hann segir undirbúninginn hafa verið svipaðan og á síðasta ári en núna hafi þau byrjað fyrr þar sem hópurinn tók þátt í maraþonhlaupi í Tel Avív í febrúar sem var hluti af æfingaáætluninni. „Síðan höfum við eiginlega búið á Esjunni frá því í apríl en við reynum að fara þangað tvisvar í viku og hlaupum í 1,5 til 4 klst. Hápunktur æfingaplansins verður þegar við tökum þátt í Esjumaraþoninu sem verður 9. júní en það er um 45 km og með rúmlega 3.000 metra hækkun.“Mælir með hlaupahópum Utan Esjumaraþonsins og Ítalíuhlaupsins er fátt stórt á döfinni í sumar, segir Reynir. „Ég er þó að velta fyrir mér að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst og síðan er aldrei að vita hvað manni dettur sniðugt í hug.“ Aðspurður hvaða góð ráð hann geti gefið þeim sem langar til að byrja að hlaupa mælir hann eindregið með þátttöku í hlaupahópum. „Ég ráðlegg helst þeim sem vilja byrja að hlaupa að skrá sig í hlaupahóp en þeir eru mjög margir, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög gott aðhald í hlaupahópum, skemmtilegur félagsskapur og fólk á öllum stigum hlaupagetu og reynslu. Þannig að allir ættu að geta hlaupið á sínum hraða og fundið sér hlaupafélaga sem er á svipuðu róli. Svo er bara að reima á sig skóna og skokka af stað!“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira