Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2018 08:00 Í reynslusögum sem leigjendur hafa sent VR er sagt frá íbúðum þar sem leiguverð hefur hækkað um tugi prósenta á milli ára. Forstjóri Heimavalla segir að leiguverð ráðist af húsnæðisverði og vöxtum. Vísir/vilhelm „Þessi umræða hefur örugglega ekki verið okkur til góðs. En við höfum reynt að vanda okkur eins og við getum í okkar störfum,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri fasteignafélagsins Heimavalla, um umræðuna sem hefur farið fram síðustu daga um hækkun húsaleigu hjá íbúðaleigufélögum eins og Heimavöllum, Almenna leigufélaginu og Íbúðalánasjóði. Hlutafjárútboð með bréf í félaginu fór fram í byrjun mánaðar og í dag hefjast viðskipti með bréfin á Aðallista Kauphallar Íslands. Í sögum sem leigjendur íbúðarhúsnæðis hafa sent VR segir til dæmis frá manni sem greiddi 115 þúsund krónur í leigu á mánuði. Á einum mánuði hafi leigan hækkað upp í 170 þúsund. Þá er sagt frá fjölskyldu sem tók íbúð á leigu árið 2016 og greiddi 225 þúsund. Leigan hafi síðan verið hækkuð um 25 þúsund í fyrra og svo aftur um 25 þúsund í ár. Heimavellir ehfÞað er 50 þúsund króna hækkun á tveimur árum. Þriðja dæmið er um konu sem tók hús á leigu af leigufélagi árið 2010 og greiddi 200 þúsund krónur í leigu á mánuði. Í janúar 2017 var leigan orðin 270 þúsund. Nýlega fékk hún tilkynningu um að leigan yrði hækkuð í 400 til 450 þúsund krónur á mánuði. Guðbrandur segir að eðlilega hafi leiguverð hækkað hjá Heimavöllum, eins og hjá mörgum öðrum, en ekkert í líkingu við það sem rætt hefur verið um. „Enda hefur ekki verið bent á slík dæmi hjá Heimavöllum hingað til.“ Hann segir þó að upp hafi komið dæmi þar sem Heimavellir hafi verið að taka yfir eignasöfn þar sem leigjendur hafi búið í íbúðum á grundvelli svokallaðrar dæmdrar leigu. Í slíkum tilfellum sé leiguverðið mjög lágt miðað við markaðsleigu.Dæmd leiga er þegar Íbúðalánasjóður hefur eignast íbúð á uppboði. Sá sem býr í íbúðinni hefur þá farið fyrir dómstóla og fengið seturétt í íbúðinni á því leiguverði sem dómari ákveður. Guðbrandur gerir ráð fyrir að mesta hækkunin á leiguverði hafi verið þegar verið var að færa leiguverð úr slíkri leigu yfir í markaðsleigu. „Ég held líka að það sé mjög til bóta fyrir umræðuna að sjá reglulegan rekstur á svona leigufélögum. Það er langt í frá að það sé sjálfgefið að það sé hægt að gera þetta, en með því að einbeita sér að því að ná fram stærðarhagkvæmni og vanda vel valið á íbúðum inn í safnið þá er þetta algjörlega raunhæfur kostur,“ segir Guðbrandur. Leiguverð verði alltaf einhver birtingarmynd af íbúðaverði og vaxtastigi. „Við erum að vinna á vaxtastigi sem er í rúmum fjórum prósentum. Nágrannalöndin eru í tæplega prósenti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað um helming þá værum við að ná fram 20 prósent lækkun á leigu að öllu óbreyttu. En auðvitað vitum við að ef vextir lækka skart þá getur það haft áhrif á eignarverð þannig að það er vandrataður vegur í þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00 Bandarískur fjárfestingasjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir króna Upplýsingar um sjóðinn bundnar trúnaði. 26. apríl 2018 11:01 Útboð í Heimavöllum hefst í dag Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. 7. maí 2018 08:30 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
„Þessi umræða hefur örugglega ekki verið okkur til góðs. En við höfum reynt að vanda okkur eins og við getum í okkar störfum,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri fasteignafélagsins Heimavalla, um umræðuna sem hefur farið fram síðustu daga um hækkun húsaleigu hjá íbúðaleigufélögum eins og Heimavöllum, Almenna leigufélaginu og Íbúðalánasjóði. Hlutafjárútboð með bréf í félaginu fór fram í byrjun mánaðar og í dag hefjast viðskipti með bréfin á Aðallista Kauphallar Íslands. Í sögum sem leigjendur íbúðarhúsnæðis hafa sent VR segir til dæmis frá manni sem greiddi 115 þúsund krónur í leigu á mánuði. Á einum mánuði hafi leigan hækkað upp í 170 þúsund. Þá er sagt frá fjölskyldu sem tók íbúð á leigu árið 2016 og greiddi 225 þúsund. Leigan hafi síðan verið hækkuð um 25 þúsund í fyrra og svo aftur um 25 þúsund í ár. Heimavellir ehfÞað er 50 þúsund króna hækkun á tveimur árum. Þriðja dæmið er um konu sem tók hús á leigu af leigufélagi árið 2010 og greiddi 200 þúsund krónur í leigu á mánuði. Í janúar 2017 var leigan orðin 270 þúsund. Nýlega fékk hún tilkynningu um að leigan yrði hækkuð í 400 til 450 þúsund krónur á mánuði. Guðbrandur segir að eðlilega hafi leiguverð hækkað hjá Heimavöllum, eins og hjá mörgum öðrum, en ekkert í líkingu við það sem rætt hefur verið um. „Enda hefur ekki verið bent á slík dæmi hjá Heimavöllum hingað til.“ Hann segir þó að upp hafi komið dæmi þar sem Heimavellir hafi verið að taka yfir eignasöfn þar sem leigjendur hafi búið í íbúðum á grundvelli svokallaðrar dæmdrar leigu. Í slíkum tilfellum sé leiguverðið mjög lágt miðað við markaðsleigu.Dæmd leiga er þegar Íbúðalánasjóður hefur eignast íbúð á uppboði. Sá sem býr í íbúðinni hefur þá farið fyrir dómstóla og fengið seturétt í íbúðinni á því leiguverði sem dómari ákveður. Guðbrandur gerir ráð fyrir að mesta hækkunin á leiguverði hafi verið þegar verið var að færa leiguverð úr slíkri leigu yfir í markaðsleigu. „Ég held líka að það sé mjög til bóta fyrir umræðuna að sjá reglulegan rekstur á svona leigufélögum. Það er langt í frá að það sé sjálfgefið að það sé hægt að gera þetta, en með því að einbeita sér að því að ná fram stærðarhagkvæmni og vanda vel valið á íbúðum inn í safnið þá er þetta algjörlega raunhæfur kostur,“ segir Guðbrandur. Leiguverð verði alltaf einhver birtingarmynd af íbúðaverði og vaxtastigi. „Við erum að vinna á vaxtastigi sem er í rúmum fjórum prósentum. Nágrannalöndin eru í tæplega prósenti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað um helming þá værum við að ná fram 20 prósent lækkun á leigu að öllu óbreyttu. En auðvitað vitum við að ef vextir lækka skart þá getur það haft áhrif á eignarverð þannig að það er vandrataður vegur í þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00 Bandarískur fjárfestingasjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir króna Upplýsingar um sjóðinn bundnar trúnaði. 26. apríl 2018 11:01 Útboð í Heimavöllum hefst í dag Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. 7. maí 2018 08:30 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00
Bandarískur fjárfestingasjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir króna Upplýsingar um sjóðinn bundnar trúnaði. 26. apríl 2018 11:01
Útboð í Heimavöllum hefst í dag Markmiðið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallar Íslands varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. 7. maí 2018 08:30