Rússneskir hrekkjalómar göbbuðu breska utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:30 Breska utanríkisráðuneytið segir að Johnson hafi strax áttað sig á að um gabb væri að ræða. Símtalið stóð engu að síður yfir í átján mínútur. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki. Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki.
Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45
Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00
Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03
Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent