Bjórinn á rúmlega hundrað kall í Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2018 17:07 Bjórinn í Costco í gær á töluvert lægra verði en venjulega, eins og sést á myndinni. Vísir Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag. Áfengi og tóbak Costco Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag.
Áfengi og tóbak Costco Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira